Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 43
Það er raunar ekki undarlegt þótt tillögur mínar og ráð,
að endurrækta tún og plægja þá niður búfjáráburð, séu tal-
in „úrelt fræði“, svo gömul eru þau, samanber allfrekar til-
lögur mínar 1920, um að plægja og endurrækta túnið á Hól-
um í Hjaltadal. Æskutillögur, en ekki fór minna fyrir
„úreltu fræðunum“ mínum 1922, er Þúfnabanavinnan var
orðin mér mikið, og að sumu leyti vonlítið verk.#
Jónas Þorbergsson segir meðal annars svo frá, um átök
Sigurðar Sigurðssonar búnaðarmálastjóra, við að koma Jarð-
ræktarlögunum í framkvæmd:
* Ég minnist á Þúfnabanavinnuna. Hún hófst — sem tilraun — í Foss-
vogi, 26. júlí 1921, það er fyrir 50 árum síðan. Þetta voru alger tímamót um
tæknitök við túnræktun hér á landi, þótt enginn virðist minnast þess framar,
— svo var það í sumar sem leið.
í Sogamýrinni í Reykjavík má enn sjá leifar þeirra túna sem urðu til, er
við brutum þar land með Þúfnabananum síðla sumars 1921. Sogamýrina var
l>úið að ræsa allvel, með opnum skurðum, og hnausræsi voru grafin í teiga
í mýrina áður en við tættum landið. Kristófer Grímsson, síðar héraðsráðu-
nautur í Gullbringu- og Kjósarsýslu annaðist gröft hnausaræsanna og gerði
þau vel.
Enn má sjá leifar af túni í Sogamýri, sem ekki hefir verið hirt sem tún
síðustu 10 árin, en þó eitthvað slegið og beitt. Hnausræsin má sjá og telja
á stórmerkilegan hátt, bæði um gróður og grassvörð.
R;ektunarsérfræðingar frá Bændahöllinni og Keldnaholti hafa ekki fengizt
til að skoða þetta — eftir beiðni minni, en ég er orðinn sannfærður um að
í Sogamýri má rekja fullar sannanir þess, að við nýrækt á mörgum mýrum
henti bezt að djúpvinna jarðveginn. Skerpiplógurinn er ágætis verkfæri sem
leysir þann vanda — rétt notaður. Ólafur Jónsson hefir hugleitt djúpvinnslu
mýrlendis (Ársrit R. N. 1970, bls. 66) á einfaldan og fljótvirkan hátt, en þar
er líka auðvelt mikið og vel að gera, — of langt mál að ræða það hér. Fræði-
leg athugun í Sogamýri er stórt og jákvætt mál, ef einhver vill sinna því!
Þúfnabanavinnan varð aldrei almenn nýræktartök. Vorið 1923 braut ég
25 ha á Korpúlfsstöðum, en jafnframt því hóf ég vinnu með hjólatraktor
— Austin — sem Búnaðarfélag íslands keypti 1920, án verkfæra. Aðalatriðið
var, að ég reyndi að plægja með ótengdum plóg, sem var festur til dráttar
aftan í traktorinn, og maður gekk og stýrði. Upphaf traktorplægingar á landi
hér þótt slíkt hefði raunar verið reynt á Akranesi sumarið 1918 með traktor-
plóg, en án verulegs árangurs. — Síðar tók traktorplæging til nýræktar, með
norskum hestplógum mjög stórum, helzt Kyllingstad plógum, við, viða um
land. Var ekki reynt, með glæsilegu sniði, fyrr en 1929, í Mosfellsdal. Allt
löngu áður en vökvalyfturnar á traktorunum komu til hjálpar.
45