Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 87
breytzt í vatn og svell og hve umfangsmik.il þessi svell hafa
orðið. Slíkar mælingar mundu einnig sýna hvaða áhrif
breytingar á mældum veðurþáttum hafa á snjó- og svella-
hulu jarðar.
Þýðingarmest er að rannsaka áhrif ýmiss konar meðferðar
á vel gróin tún, þar sem sáningin hefur tekizt vel, en vegna
þess að gott tún er háð því að vel hafi tekizt til í byrjun, er
einnig vert að kanna nokkuð meðhöndlun grasanna sáðárið.
Hér að framan var bent á að ekki sé ljóst hver áhrif mismun-
andi sáðtími hafi á svellþol. Því er ljóst að það hefur einnig
þýðingu að rannsaka þetta í tilraunum.
Vallarfoxgras og háliðagras hafa verið ríkjandi í sáðblönd-
um hérlendis, og hafa mest verið notaðir þeir stofnar, sem
hafa staðið sig bezt í samanburðartilraunum. Erlendar til-
raunir sýna að staðlæg söfn grasa hæfa vetrarkjörum svæðis-
ins betur en aðflutt söfn og kelur þau þess vegna síður. Nú
eru handbær allmörg íslenzk söfn af ýmsum grastegundum
og fleiri eru væntanleg. Það er nauðsynlegt að hefja og
halda áfram með úrval í þessum söfnum og fá í tilraunum
samanburð á þeim og beztu erlendu stofnunum, sem notaðir
eru í dag. I þessu úrvali verður að leggja áherzlu á vetrar-
þol og þá væntanlega helzt svellþol grasanna. Auðvitað á
einnig að taka tillit til annarra eiginleika, svo sem fræsetu,
uppskeru og fóðurgæða, en þar sem svo virðist sem vetrar-
þolið, a. m. k. á vissum landssvæðum, sé algjörlega ráðandi
um uppskeru túna, þá er án efa réttlætanlegt að leggja á
það höfuðáherzlu. Vallartilraunir, sem má e. t. v. svella að
vetri, henta vel til þessa, en sennilega henta þó vinnustofu-
tilraunir hvað bezt einmitt til slíkra rannsókna, vegna þess
að fjöldaprófun er auðveld og niðurstöður eru fljótfengnar.
90