Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 98
jarðveginn, kom ekki vatn upp, heldur loft. Það er varla
von, að uppskera verði mikil eftir hverja einingu áburðar,
sem notuð er á svona land.
Árni G. Eylands, sem manna mest hefur barizt fyrir bættri
jarðvinnslumenningu á Islandi, hefur bent mér á annað
dæmi svipaðs eðlis. í Sogamýrinni í Reykjavík voru íyrir 40
árum síðan grafin hnausaræsi í mýri, sem síðan var breytt
í tún. Allt fram á síðustu ár mátti sjá mun á því, hvað betur
spratt yfir ræsunum heldur en annarsstaðar í túninu.
Þessi dæmi eru engin sönnun fyrir einu eða neinu, en þau
ásamt mörgum öðrum athugunum gefa bendingu um, að
með víðtækum tilraunum með jarðvinnslu væri hægt að
finna aðferðir við vinnslu á íslenzkum mýrarjarðvegi, sem
gæfi betri sáðbeð og meiri og árvissari afrekstur af ræktuðu
landi heldur en nú fæst.
Við höfum fregnir af því frá Norður-Noregi, að bændur
þar, sem oft hafa orðið illilega fyrir barðinu á kali í túnum,
hafi tekið upp grænfóðurræktun til votheysgerðar í ríkum
mæli og kal í túnum þar hafi á vissan hátt orðið til þess, að
þeir hafi með þessari nýbreytni náð öruggari tökum á fóður-
öflun en þeir höfðu áður.
Eftir reynslunni hér á landi síðastliðið sumar bar allveru-
lega á því, að grænfóðuruppskera varð minni en menn höfðu
gert sér vonir um. Því mætti spyrja: Hver er reynslan í
Norður-Noregi í því efni? Hafa bændur þar ræktað upp-
skerumeiri og árvissari grænfóðurtegundir heldur en hér
eru ræktaðar?
Við höfum líka frétt það, að þessir sömu bændur í Norð-
ur-Noregi fóðri kýr sínar svo til eingöngu á votheyi og kjarn-
fóðri, en þurrheysnotkun þar fari minnkandi. Það fylgir
fréttinni, að með aukinni votheysnotkun fáist betri fóðrun
og meiri afurðir heldur en þegar þurrhey er gefið. Hér á
landi voru gerðar athuganir á því síðastliðinn vetur, hvað
íslenzkar kýr gætu étið mikið af venjulegu íslenzku votheyi,
og þær athuganir bentu til þess, að útilokað væri að fá kýrn-
ar til að éta eins margar fóðureiningar af þessu votheyi eins
og hægt er að koma í þær í góðu þurrheyi.
101