Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Qupperneq 99
Hér ber mikið á milli reynslu okkar og reynslu Norð-
manna, og okkur vantar viðhlítandi skýringu á því, hver
ástæðan fyrir þessum mismun er. Stafar hann af því, að við
verkum svona gott þurrhey? Heyrannsóknir, sem gerðar hafa
verið á Rannsóknastofnun landbúnaðarins henda til þess, að
þurrhey hér á landi sé oft og einatt miklu betra heldur en
þurrhey nágranna okkar, en votheyið hér virðist oft vera
verra.
Erlendis er talið auðveldara að varðveita næringargildi
grassins með því að verka það í vothey heldur en þurrka
það á velli. Rannsóknir á fóðurgildi íslenzkra heyköggla
sýna, að íslenzkt gras hefur mjög hátt fóðurgildi, þegar það
er slegið á heppilegu þroskastigi, og oft þarf ekki nema 1,2—
1,3 kgaf fóðurkögglum í fóðureiningu. Getum við varðveitt
fóðurgildið svona vel eða allt að því með beztu votheys-
verkunaraðferðum? Þá ættum við að geta fengið vothey, sem
ekki þyrfti nema 5 kg af í fóðureininguna miðað við 25%
þurrefni. Getum við fengið kúna til að éta 50 kg af slíku
votheyi á dag, þ. e. a. s. 10 F. E., þannig að hún mjólki 15 kg
af heyfóðri eingöngu?
Þannig er hægt að bollaleggja og byggja skýjaborgir um
j^að, hvað ætti að vera hægt að gera, ef útreikningarnir
standast. En við vitum ekki, hvaða skýjaborgir eiga eftir að
hrynja og hverjar standa eftir, fyrr en við erum búnir að
prófa dæmið í alvörunni, þ. e. a. s. gera tilraunir, þar sem
mældur er í reynd árangurinn af nýjungunum, sem við
erum að velta fyrir okkur.
Við getum haldið þannig áfram með fjölda dæma um það,
sem þyrfti að prófa fyrir íslenzkan landbúnað. Sumt af því
hefur verið prófað í tilraunum erlendis og gefið góða raun
þar, annað hefur gefið góðan árangur hjá einstökum bænd-
um í landinu, án þess að árangurinn af því hafi verið mæld-
ur með skipulögðum tilraunum, og sumt hefur gefið góða
raun í tilraunum, en hefur ekki verið kynnt bændum sem
skyldi og er þess vegna ekki komið í notkun.
Og síðast en ekki sízt eru mörg vandamál, sem blasa við,
sem eru sérstæð fyrir íslenzkar aðstæður og þarf að finna
102