Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 100
lausn á ineð umfangsmiklum rannsóknum, en fólk, fjármagn
og aðstöðu skortir til að hefja rannsóknirnar.
Við getum enn bætt við nokkrum dæmum, sem skýra
þessi atriði nánar, og þá um leið látið þau dæmi sýna rann-
sóknaþörfina í þeim þáttum búskaparins, sem taldir voru í
byrjun, en ekki hefur verið minnzt á síðan.
Girðingar á Islandi eru dýrar í uppsetningu, dýrar í við-
haldi og stórkostlegt vandamál, þegar þær eru orðnar ónýtar
og aflagðar.
A Nýja-Sjálandi hefur verið unnið mikið að því að prófa
sérstakar gerðir rafmagnsgirðinga fyrir sauðfé. I>ar hefur tek-
izt að búa til mjög vel fjárheldar, varanlegar rafmagnsgirð-
ingar, sem kosta ekki nema þriðjung af venjulegum girð-
ingum.
Héðan hafa verið sendir menn til Nýja-Sjálands til að
kynna sér nýtízkuleg sláturhús, og þeir hafa komið til baka
og gengizt fyrir því, að byggð hafa verið nýtízkuleg, fullkom-
in — og dýr — sláturhús.
Væri ekki ástæða til að senda menn til Nýja-Sjálands til
að kynna sér þar yfirborðsræktun á beitilandi, notkun á
ræktuðu landi til sauðfjárbeitar og notkun á rafmagnsgirð-
ingum? Við gætum svo prófað það af reynslu Ný-Sjálendinga
á þessum sviðum, sem við teldum eiga bezt við og kannske
haft upp úr krafsinu nýtízkulegar og fullkomnar — og ódýr-
ar — girðingar. Ég tala nú ekki um, ef sendimenn okkar í
slíkri ferð hefðu verið smalar og gætu kynnt sér notkun
góðra fjárhunda við búskap og innleitt þá tækni hér — en
það er vafamál, hvort hægt væri að fella þann þátt undir
rannsóknastarfsemi.
I búfjárkynbótaaðferðum stöndum við langt að baki þeim
þjóðum, sem lengst eru komnar, og þá þekkingu á kynbóta-
aðferðum, sem fyrir hendi er erlendis má taka í notkun lítið
breytta hér á landi. Þáttur rannsóknastarfseminnar á því
sviði ætti fyrst og fremst að vera fólginn í því að rannsaka
arfgengisstuðla í íslenzku búfé, kanna erfðasamhengi á milli
þeirra eiginleika, sem mikilvægast er að kynbæta, þannig
að við getum sagt fyrir um breytingar á einum eiginleika,
103