Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 104
þau verkefni, sem nú er unnið að, ættu að víkja fyrir meira
aðkallandi verkefnum.
Það er áberandi við alla starfsemi Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, að kröfur um rannsóknir á nýjum sviðum
berast sífellt að, en vegna takmarkaðs starfsliðs og fjármagns
valda ný verkefni töfum á uppgjöri og birtingu niðurstaðna
úr eldri rannsóknum.
Það er líka greinilegt, þegar starfsemi stofnunarinnar er
skoðuð nánar, að tiltölulega lítið hefur verið sinnt mörgum
verkefnum, sem eru nátengd hagnýtum búskaparvandamál-
um.
Þetta sést bezt, þegar litið er á þau vandamál, sem gerð
voru að umtalsefni hér að framan, svo sem jarðvinnslu við
nýræktir, hagnýtingu grænfóðurs til votheysgerðar, fóðrun
á votheyi, yfirborðsræktun á beitilandi og notkun rafmagns-
girðinga fyrir sauðfé.
Það mætti lengi halda áfram að telja verkefni, sem land-
búnaðurinn hefði hag af að tekin væru til rannsóknar, en
hér skulu aðeins tekin til viðbótar {njú verksvið, sem mjög
lítið er sinnt.
Fyrsta verksviðið er rannsóknir á hagfræðihlið búskapar-
ins. Því er ekkert sinnt hjá Rannsóknastofnun landbúnað-
arins. Annað er nýting jarðvarma til framleiðslu á útflutn-
ingsafurðum og ef til vill einnig til heymjöls- og heyköggla-
gerðar. Því er heldur ekki sinnt hjá stofnuninni.
Þriðja verksviðið er rannsóknir á fyrirkomulagi bygginga
og vinnuhagræðingu við búfjárhirðingu. Nokkrar rann-
sóknir eru gerðar á tímanotkun við ýmis bústörf, en skipu-
lagðar rannsóknir á hagkvæmu fyrirkomulagi bygginga og
vinnuhagræðingu almennt við búskap eru ekki á verkefna-
skrá stofnunarinnar. Á því sviði er vafalaust hægt að gera
stórfelldar breytingar til bóta, ef skipulega væri að málunum
unnið, því að vinnubrögð við gripahirðingu, sérstaklega þó
sauðfé, eru víða með fremur forneskjulegu sniði miðað við
það, sem bezt gerist erlendis.
Þetta er nú allt gott og blessað, munuð þið sjálfsagt segja,
en hvað er hægt að gera til úrbóta?
107