Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 108

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 108
skógarkjarr haldizt í Svarfaðardal, næstu sveit utan við Ár- skógsströnd, en þar er víða snjóþungt. Á Hálsi, næsta bæ utan við Stóru-Hámundarstaði, telur jarðabókin rifhrís til eldiviðar með taði bjarglegt og svipað á Hrísum og Hamri. Böggversstaðir fá sömu rifhríseinkunn og Háls, eða ívið betur. En út við Olafsfjarðarmúla og ofan við Dalvík er skógurinn þá meiri. Á Upsum er skógur til eldiviðar bjarg- legur, en til kolgjörðar að mestu eyddur. Á Karlsá er skógur til kolgjörðar og eldiviðar bjarglegur og á Sauðanesi skógur til kolgjörðar bjarglegur, en til eldiviðar nægur fyrir heimil- ið. Þetta er í neðan og utanverðum Svarfaðardal, næsta ná- grenni Árskógsstrandar. Enn eru skógarleifar í Múlanum, en Árskógsströnd hefur nú lengi verið talin skóglaus með öllu. En kolagrafir finnast þar hér og hvar, t. d. í Hámund- arstaðahálsi og nýlega fannst kolagröf með viðarkolaleifum á Miðgerðisholti, alveg heim við tún á Stóru-Hámundar- stöðum. I ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna PAlssonar 1752— 1757, segir svo um skóga í vestari hluta Norðurlands, að þá skorti sárlega: „Lítilsháttar birkiskógur er þó í Fellssókn í Skagafirði og á Árskógsströnd við Eyjafjörð og er hann nýtt- ur til kolagjörðar". — Vitað er að skógur til kolagjörðar var hagnýttur í Árskógunum báðum langt fram eftir 18. öld. Svo komu Móðuharðindin 178-5—1785 og erfitt árferði um aldamótin 1800. Þá hefur af illri nauðsyn, verið gengið óvenju hart að landinu, svo skógur og kjarr eyddist mjög víða um landið og uppblástur færðist í aukana. Mun sögu Árskóganna þá að mestu lokið, en fjalldrapa og lyngmóar skipað sess þeirra. Litla-Árskógsmóar eru víðlent, stórþýft flatlendi fyrir neðan Litla-Árskóg, suður að Þorvaldsdalsá, út undir Hellu og Krossa og niður að sjó. Nú vex smávaxinn fjalldrapi, bláberjalyng og krækilyng á þúfunum og gras víða í skorningum. Sér þó víða í smáflög í þúfunum. Þarna er allgott beitiland, en jarðvegur magur og leirkenndur. Ekki var birkið horfið með öllu af Litla-Árskógsmóum um aldamótin 1800, þó það dyggði ekki lengur til kolagjörðar. Tvær aldraðar konur á Árskógsströnd, Rósa Jónsdóttir frá 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.