Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Qupperneq 108
skógarkjarr haldizt í Svarfaðardal, næstu sveit utan við Ár-
skógsströnd, en þar er víða snjóþungt. Á Hálsi, næsta bæ
utan við Stóru-Hámundarstaði, telur jarðabókin rifhrís til
eldiviðar með taði bjarglegt og svipað á Hrísum og Hamri.
Böggversstaðir fá sömu rifhríseinkunn og Háls, eða ívið
betur. En út við Olafsfjarðarmúla og ofan við Dalvík er
skógurinn þá meiri. Á Upsum er skógur til eldiviðar bjarg-
legur, en til kolgjörðar að mestu eyddur. Á Karlsá er skógur
til kolgjörðar og eldiviðar bjarglegur og á Sauðanesi skógur
til kolgjörðar bjarglegur, en til eldiviðar nægur fyrir heimil-
ið. Þetta er í neðan og utanverðum Svarfaðardal, næsta ná-
grenni Árskógsstrandar. Enn eru skógarleifar í Múlanum,
en Árskógsströnd hefur nú lengi verið talin skóglaus með
öllu. En kolagrafir finnast þar hér og hvar, t. d. í Hámund-
arstaðahálsi og nýlega fannst kolagröf með viðarkolaleifum
á Miðgerðisholti, alveg heim við tún á Stóru-Hámundar-
stöðum.
I ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna PAlssonar 1752—
1757, segir svo um skóga í vestari hluta Norðurlands, að þá
skorti sárlega: „Lítilsháttar birkiskógur er þó í Fellssókn í
Skagafirði og á Árskógsströnd við Eyjafjörð og er hann nýtt-
ur til kolagjörðar". — Vitað er að skógur til kolagjörðar var
hagnýttur í Árskógunum báðum langt fram eftir 18. öld.
Svo komu Móðuharðindin 178-5—1785 og erfitt árferði um
aldamótin 1800. Þá hefur af illri nauðsyn, verið gengið
óvenju hart að landinu, svo skógur og kjarr eyddist mjög
víða um landið og uppblástur færðist í aukana. Mun sögu
Árskóganna þá að mestu lokið, en fjalldrapa og lyngmóar
skipað sess þeirra. Litla-Árskógsmóar eru víðlent, stórþýft
flatlendi fyrir neðan Litla-Árskóg, suður að Þorvaldsdalsá,
út undir Hellu og Krossa og niður að sjó. Nú vex smávaxinn
fjalldrapi, bláberjalyng og krækilyng á þúfunum og gras
víða í skorningum. Sér þó víða í smáflög í þúfunum. Þarna
er allgott beitiland, en jarðvegur magur og leirkenndur.
Ekki var birkið horfið með öllu af Litla-Árskógsmóum um
aldamótin 1800, þó það dyggði ekki lengur til kolagjörðar.
Tvær aldraðar konur á Árskógsströnd, Rósa Jónsdóttir frá
111