Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 109
Brattahlíð og María Franklín á Litla-Árskógssandi, sögðu
frá svo ég heyrði um 1920, að þær myndu vel eftir kjarri á
Móunum í ungdæmi sínu. Hefðu kindur stundum lengi
leynzt þar á haustin. Þær hlupu skorningana undir hríslun-
um. Þetta mun hafa verið fyrir tæpri öld (70—80 árum).
María mundi líka eftir því þegar stórgerður hrís óx alveg
niður á sjávarbakka í Naustavík neðan við Fagurhöfðann á
Hellu og einnig sunnar á bökkunnm, skammt utan við
Litla-Árskógssand. Allt fram að fyrra stríði 1914—1918
munu Söndungar hafa rifið hrís til eldiviðar stöku sinnum
á Litla-Árskógsmóum, unz Guðbrandur Sigurðsson bóndi í
Litla-Árskógi bannaði það. Mest hefur þetta sennilega verið
fjalldrapi, en vel gætu birkihríslur hafa slæðzt með stund-
um. Soffía Jóhannsdóttir frá Hellu mundi eftir „grófum
hrís“ á Móunum skömmu fyrir aldamótin 1900, t. d. sunnan
við Hádegishólinn í landareign Hellu, en þar voru sumar
þúfur farnar að blása upp. Á einni þeirra fann hún ein-
kennilegar plötur. Hún setti eina plötuna í vasa sinn, fór að
tína ber og hirti ekki frekar um þetta. Heimilisfólkið áleit
plötuna forna mynt, en aldrei fann Soffía jxifuna aftur.
Laust eftir aldamótin fann Gunnlaugur Þorvaldsson frá
Hellu hríslu, sem var stærri en hann sjálfur (þá smalastrák-
ur), fyrir neðan Stórhól í landareign Krossa. Hefur það
kannske verið síðasta birkihríslan á þeim slóðum. Jóhanna
Friðriksdóttir ljósmóðir, sagðist muna eftir smáum birki-
og reynihríslum á Grund í Þorvaldsdal á unglingsárum sín-
um laust eftir aldamótin. Og viti menn, þegar beit létti af
landinu vegna pesta og fjárskipta 1949—1950, fundust litlar
hríslur, birki og örfáar reyniplöntur, á hólahrygg við Stekkj-
arlækinn á Grund, sem verið hefur nokkra áratugi í eyði.
Það eru síðustu skógarleifar á Árskógsströnd. Um haustið
1950 fékk skógræktardeildin á Árskógsströnd Ármann Dal-
mannsson á Akureyri til að leita skógarleifa og fór hann
ásamt flokki úr byggðarlaginu fram á Þorvaldsdal. Fundust
þá 20—30 cm háar birkiplöntur á allstóru svæði á Grund og
fáeinar reyniplöntur. Reýnihríslur einnig á Kleif að talið er.
Áðnr höfðu nokkrar litlar reyniplöntur fundizt þétt sam-
112