Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 117
— Útbúnar voru bækur fyrir SAB-bændur, og þeim sendar,
til að skrá kvilla þá, eða sjúkdóma, sem upp hafa komið,
eða kynnu að koma, í búfé þeirra.
— Ferðalög voru farin sl. vor og haust, bæði til skrafs og
ráðagerða með viðkomandi bændum, og til að safna sýn-
um, en bæði jarðvegs og heysýni eru tekin af hverri
spildu.
Unnið hefur verið lítillega úr niðurstöðum efnagreininga
og þeim gögnum sem fyrir liggja.
HELZTU NIÐURSTÖÐUR HEYEFNAGREININGA
I töflu 1 eru sýndar niðurstöður þjónustuefnagreininga
þeirra sem fyrst bárust sl. haust og þær bornar saman við
fyrri ár, einkum árið 1965. Ljóst er að efnainnihald heysins
í ár er mun lægra, einkum hvað viðvíkur fosfór og magní-
um, en undanfarin ár. Til dæmis er magn fosfórs um 19%
minna nú en árið 1965 í A.-Húnavatnssýslu, 18% í Skaga-
firði, 20% í Eyjafirði, 26% í S.-Þingeyjarsýslu og 7% í N,-
Þingeyjarsýslu. Ber þess að sjálfsögðu að gæta að sýnin eru
fæst tekin á sömu stöðum bæði árin, en frávik milli t. d.
hreppa sama ár geta verið mikil eins og sjá má. Þá getur
munur á efnainnihaldi einstakra grastegunda verið mikill
(sbr. töflu 2).
Tafla 2. Samanburður á efnamagni grastegunda og heys af
sömu SAB-spildum árin 1970 og 1971.
Texti Ar Tala oýna — fa af þurrefni —
Hrá- prótein Ca P K Iía l'g
Snarrót 1970 15 14.1 0.34 0.23 1.42 O.lo 0.23
1971 16 12.5 0.31 0.22 1.83 0.06 0.19
Vallarfoxuras 1970 5 12.3 0.23 0.28 2.22 0.o7 0.21
1971 10 11.4 0.29 0.19 2.23 0.11 0.18
Sömu spildur 1970 15 14.6 0.32 0.3o 1.98 0.o9 0.22
1971 15 13.4 0.31 0.23 1.95 0.08 0.2o
120