Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 120
hannes Sigvaldason, 1969) sem benda ótvírætt í þá átt að
jarðvegur sé súrari við ströndina en inn til dala. Kalsíum-
magn heysins sl. sumar virðist fylgja þessu. Á myndinni má
einnig sjá hve natríummagnið fer minnkandi því lengra
sem dregur frá sjó.
HUGLEIÐINGAR UM FRAMTÍÐINA
Ég vil ógjarnan ljúka svo spjalli þessu, að hugleiðingar varð-
andi framtíð stofunnar og starfsemi hennar, séu látnar um
kyrrt liggja. Eins og niðurstöður heyefnagreininganna bera
með sér, getur munur á efnamagni heysins milli ára verið
mjög mikill. Ástæða er til að ætla að munur á meltanleika
sé einnig til staðar og e. t. v. ekki í minna mæli.
Til að verulegur akkur sé í að efnagreina heysýni með val
kjarnfóðurs og steinefnablandna fyrir augum, þarf að vera
allfjölbreytt tirval af þessurn vörum á markaðinum. Fyrir-
sjáanlegt er að mikið vantar á að þessu sé fullnægt eins og
er, enda varla óeðlilegt, þar eð vitneskja um efnamagn hey-
fóðursins hefur sjaldan legið fyrir og aldrei í stórum stíl.
Vinna þarf bráðan bug á því að lagfæra þetta og hafa um
það nána samvinnu við fóðurverzlanir í landinu.
I ráði er að koma á fót aðstöðu og tækjum til að vinna
að ákvörðun á meltanleika heys og er áætlað að slíkt starf
geti hafizt fyrir bændur almennt haustið 1973.
Sú þátttaka, sem fékkst í þjónustuheyefnagreiningarnar
meðal bænda nú sl. haust lofar mjög góðu og má hvergi
hopa svo að framhaldið megi vera enn glæsilegra. Það verð-
ur því eitt af aðalverkefnum stofunnar í framtíðinni að
tryggja að svo megi verða. Slík trygging er síður en svo ein-
göngu fólgin í því að framkvæma efnagreiningarnar eins
fljótt og vel og unnt er. Svo fremi að sýnin sjálf hafi verið
rétt og samvizkusamlega tekin, er þetta að vísu grundvallar-
atriði. Notagildi slíkrar þjónustu kemur hins vegar fyrst í
ljós, að þessu fengnu, þegar bændur fá niðurstöðurnar beint
úr höndum ráðunauta með ábendingum um fóðrun og
123