Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 1

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 1
MATTHÍAS EGGERTSSON: SKIPULAGNING LANDBÚNAÐARRANNSÓKNA Rannsóknarstarfsemi er í eðli sínu tímafrek. Einstaka at- hugun og tilraun getur tekið skamman tíma, en oft þarf að bíða árum saman eftir svari. Mælingar þarf að gera ár eftir ár til að niðurstaða sé staðfest stærðfræðilega. Þessu er ekki unnt að flýta svo að neinu nemi. Viðfangsefnin eru háð lög- málum lífsins. Gróðurinn þarf tíma til að vaxa og vaxtar- tíminn er stuttur hér á norðlægum slóðum, og vaxtarlög- málum búfjárins verður ekki stórlega breytt. Rannsóknarstarfsemi þykir sjálfsögð í nútíma þjóðfélagi. Sýnt hefur verið fram á, að fé til hennar hefur skilað sér aftur margfaldlega til þjóðfélagsins. Til hennar er því veitt af almannafé. Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur á fjárlögum 1973 í framlög um 42.5 milljónir kr., en önnur opinber framlög til landbúnaðarrannsókna hér á landi munu vera nálægt einni milljón króna á þessu ári. Hér er um töluvert fé að ræða, sem almenningur á kröfu á að nýtist sem bezt. Aður var nefnt að rannsóknir taka langan tíma. Það knýr á um, að unnið sé skipulega að verkefnum og gerðar séu áætlanir fram í tímann. 3

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.