Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 8
NÆRINGARÁSTAND OG FÖÐURÖFLUN
Þriðji kafli fjallar um næringarástand og fæðuöflun í heim-
inum. Þar er bent á, að næringarástand velti á tvennu, ann-
ars vegar fólksfjölda og liins vegar matvælaframleiðslu. Það
er bent á, að fólksfjölgun í heiminum sé um þessar mundir
tveir af hundraði á ári. Með þeirri fjölgun tvöfaldast fólks-
fjöldinn á 33 árum. Ef það tekst að draga úr fjölguninni
niður í tveggja barna fjölskyldustærð á 30 árum mun fólks-
fjöldinn samt halda áfram að aukast um sinn vegna hlut-
fallslega mikils fjölda á ungu fólki. Samkvæmt upplýsingum
frá FAO eru 87 lönd í heiminum með rúmlega 2 milljarða
íbúa, sem lifa við lágmarksnæringu, en 45 lönd með rúm-
lega 1 milljarð íbúa hafa nóg að borða. Þetta eru að sjálf-
sögðu mjög grófar tölur.
Hlutverk landbúnaðarins er að framleiða mat, og þrátt
fyrir slæmt ástand og horfur í þeim efnum, gerist það í stór-
um stíl víða um heim, að kjörið land til búvöruframleiðslu
minnkar þannig, að land er lagt undir íbúðarhús, verksmiðj-
ur, vegi o. fl. Þessu veldur, að landbúnaður er skoðaður, sem
hluti af þjóðarbúskap hvers lands, en atvinnuvegurinn er
ekki litinn frá sjónarmiði næringarástands í heiminum.
Þetta gerist í ríkum liindum, sem eru háð innflutningi
matvara. í Noregi eru t. d. matvæli sem svara til um 58%
af kaloríuþörf þjóðarinnar flutt inn og sá hluti hefur vaxið
ár frá ári.
í Noregi var árið 1969 0.21 ha. af ræktuðu landi á íbúa
og spár eru um það, að það flatarmál muni minnka um 40%
fram að næstu aldamótum.
MATVÆLAFRAMLEIÐSLA 1 VISTFRÆÐILEGU SAMHENGI
Eins og kunnugt er, er neyzla manna á lífrænum efnum úr
jurta- og dýraríkinu forsenda fyrir tilveru mannkyns.
Öll uppbygging lífrænna efna, hvort sem er úr jurta- eða
dýraríkinu, byggist á tillífun koltvísýrings með aðstoð
10