Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 32

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 32
heyfeng og leiðrétta túnastærð, og er þetta bæði gert fyrir landið í heild og einnig fyrir tíu hreppa, sjö á Norðurlandi og þrjá á Suðurlandi. Ljóst er, að margir aðrir þættir en kal valda sveiflu í Uppskeru túnanna og má fyrst og fremst nefna vaxtarkjör yfir sprettutímann og áburðarnotkun. Hér verður gerð til- raun til að fjarlægja áhrif þessara þátta á uppskeruna, þannig, að kalskemmdirnar standi eftir sem aðal áhrifa- valdur um sveiflu í heyfeng, og að ár, snemma og seint á árabilinu, verði sem sambærilegust. Búfjáráburður hefur verið ríkjandi á túnum fram um 1920, og er áætlaður uppskeruauki fyrir þennan áburð talinn 7,5 hkg/ha af heyi á ári hverju. Upp úr 1920 kemur svo tilbúinn áburður á markaðinn og eru áhrif búfjáráburðar á uppskeruna látin minnka um 0,3 hkg/ha á hverju ári, þannig, að hann verð- ur án áhrifa árið 1955. Búfjáráburður hefur á seinni árum verið mikið notaður í flög og einnig mikið á tún, en áhrif hans eru smávægileg í samanburði við hið mikla magn til- búins áburðar, sem hefur verið notað á túnin. Tölur um sölu tilbúins áburðar eru í Hagskýrslum og Búnaðarriti. Frá þessu áburðarmagni er dregið það áburð- armagn, sem áætlað er að hafi farið í akurlendi. Allur annar áburður er talinn hafa farið á tún, og er einungis tekið til- lit til N-áburðar, þar sem áhrif P- og K-áburðar eru minni og notkun þeirra fylgir auk þess nokkuð notkun N-áburðar. Áætlað er, að uppskera aukist að meðaltali um 1,9 hkg/ha við hver 10 kg af N /ha. Síðan er uppskera hvers árs reiknuð svo sem borið hefði verið á 100 kg N /ha. Leiðrétting vegna sumarveðráttu er á þá lund, að reikn- að er með að uppskera norðanlands aukizt um 4,2 hkg/ha við hverja °C, sem meðalhiti tímabilsins júní—ágúst vex og sunnanlands um 4,9 hkg/ha fyrir hverja °C, sem meðal- hitinn í júní—júlí vex. Var síðan uppskeran hvert ár leiðrétt til meðalhitans 1931—1960,ogvar Akureyri notuðsemgrund- völlur fyrir Norðurland og Sámsstaðir fyrir Suðurland. Fyrir landið í heild var notað meðaltal leiðréttingar fyrir báða landsfjórðunguna. 34

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.