Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 33

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 33
Beinna og nákvæmara mat á kalskemmdum hefur verið gert í 15 hreppum fyrir árabilið 1960—1972. Var gögnum þessum safnað þannig, að 1969 og 1972 voru fjórum bænd- um í hverjum þessara hreppa send eyðublöð til útfyllingar um kalskemmdir á sínu landi. Um 67% bændanna svöruðu, en margir töldu erfitt að gefa fyrstu árum tímabilsins eink- unn eftir minni. Þessi svör voru svo notuð til grundvallar fyrir kaltölur hvers hrepps en mikið var stuðzt við eigin at- huganir svo og skráðar heimildir (Sturla Friðriksson 1962, Agnar Guðnason og Gísli Karlsson 1965, Jónas Jónsson 1966, 1967). Þar að auki voru notaðar til stuðnings fréttir blaða af kalskemmdum víðs vegar um land (Dagur, Freyr, Morgunblaðið og Tíminn). NIÐURSTÖÐUR a. Tíðni kalára á þessari öld. Samkvæmt skráðum heimildum var árum þessarar aldar skipt í þrjá flokka: kallaus ár, lítil kalár og mikil kalár. Lítil og mikil kalár eru skráð í töflu 1. Sé einungis um að ræða kal í afmörkuðum landshluta, er þessa getið í töflunni. Það kemur í ljós, að á árabilinu 1900—1972 hafa verið 26 kalár (36%) og af þessum eru 13 mikil kalár (18%) og 13 minni kalár. Virðist helmingur kaláranna vera mikil kalár, en þau hafa verið mjög áberandi á seinni árum, eða 58% á árunum 1961—1972, í stað 10% á árunum 1900—1960. b. Sveifla i heyfeng og heytap vegna kalskemmda á þessari öld. Á mynd 1 sést heyfengur á hektara fyrir allt ísland á ára- bilinu 1900—1972, reiknað á jrann hátt, sem fyrr er lýst. Á myndina eru einnig merkt inn mikil kalár. Má á efri súlna- rciðinni sjá hvernig uppskeran heldur sér nokkuð jöfn fram til 1920, er tilbúinn áburður kemur á markaðinn og rækt- unarmenningin vex, og úr því eykst uppskeran fram til 35

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.