Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 54
dýralíf. Af ritum útlendum (Weis-Fogh 1947—48) (Cernova et al 1971) má ráða, að m. a. séu lífræn efni í moldinni og bygging jarðvegsins mjög þýðingarmiklir þættir fyrir dýra- líf. Búfjáráburður er almennt talinn bæta byggingu jarð- vegsins og að líkindum eru lífræn efni í mykju betur að- gengileg fæða fyrir smádýr jarðvegsins heldur en lífræn efni í húmus og óumbreyttum jurtarótum. Gætu þetta því verið nægar ástæður fyrir hinu fjölskrúðuga dýralífi í mykjureit- unum. Benda má á að jurtir gera, að nokkru leyti, sömu kröfur til jarðvegsins og dýrin, og því einsýnt að beztu skilyrðin fyrir jurtirnar eru að öðru jöfnu einmitt í því landi, sem á hefur verið borinn búfjáráburður. Þriðji dýraflokkurinn, sem til talningar kom, voru þráð- ormar. Ef við lítum á þær tölur í töflu 3, kemur nokkuð annað í ljós en við athugun á fjölda maura og mordýra. Munur á N-áburðartegundum er nú nokkur og á þann veg, að flest dýr finnast í stækjureitum en fæst í kalksaltpéturs- reitunum. I bókum má sjá, að nokkuð virðist háð tegund- um þráðorma við hvaða sýrustig þeir þrífast bezt (Burns 1971). Aðrar rannsóknir sýna fækkun þráðorma með hækk- andi sýrustigi (Nyhan et al 1972). Er þetta í samræmi við það að fleiri þráðormar finnast í hinum súra stækjureit en í kalksaltpétursreitnum, sérstaklega er þessi munur áberandi í efstu 2,5 sm, en sýrustigsmunurinn á þessum tveim reitum er einmitt langmestur í þessu efsta lagi jarðvegsins. Ekki eru tök á því á þessu stigi málsins að fullyrða um hvort allir þessir þráðormar eru til ills eða góðs í moldinni. Vitað er að ákveðnar tegundir þráðorma eru skaðvaldar í nytjajurtum, t. d. hnúðormar í kartöflum. Ekki eru þeir þráðormar er fundust í Tilraunastöðvartúninu neinir beinir skaðvaldar í líkingu við hnúðorma, og ætla má að allur þessi her lífvera vinni ögn að umbreytingu lífrænna efna og geri þar með moldina frjósamari. Rannsóknaniðurstöður benda þó til þess (Oostenbrink 1971), að þrátt fyrir hinn gífurlega fjölda þráðorma í jarðveginum, oft 80—90% af öllum fleirfrumu dýrum jarðvegsins, sé þeirra hlutur í niðurbroti lífrænna efna og byggingu moldarinnar harla smár. I reitum með bú- 58

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.