Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 55
fjáráburð eru langflestir þráðormar og í N-áburðarlausum reit, sem fengið hefur kalí og fosfór er dýraflokkur þessi vel kynntur. Af tölunum í töflu 3 sézt greinilega sá munur, sem er á því hvar dýr í þessum dýraflokkum finnast í jarðvegin- um. Maurar og mordýr virðast hafast við nær eingöngu í efstu 2,5 sm, en þráðorma er aftur á móti að finna alllangt niður í jörðinni. Er þetta í samræmi við það, sem áður hefur verið fundið (Helgi Hallgrímsson 1969). í töflu 5 er sýndur fjöldi ánamaðka í reitum mykjutil- raunar í Tilraunastöðinni. Einnig eru til samanburðar töl- ur frá Víkurbakka og Þýzkalandi. Af tölum þessum má ráða, að nokkru fleiri ánamaðkar eru í reitum með mykju en hin- um, sem fengið hafa tilbúinn áburð eingöngu. Ekki er þó ánamaðkafjöldi í reitum, sem borinn hefur verið á tilbúinn áburður, neitt tiltakanlega lítill og ef gerður er saman- burður við graslendi í Þýzkalandi sézt að fjöldi ánamaðka þar er mjög svipaður. Aftur á móti er þýzkt akurlendi mun snauðara á ánamaðka og sýnir það enn á ný hvað graslendi virðist hagstæðara öllu jarðvegslífi en opnir akrar. Tafla 5. Fjöldi ánamaðka í reitum mykjutilraunar í Til- raunastöðinni á Akureyri sumarið 1970. Til samanburðar er sýndur ánamaðkafjöldi í ökrum og graslendi í Þýzkalandi og gömlu túni á Víkurbakka á Arskógsströnd. Ánamaðkar á m2 Sýni tekin Sýni 1 Sýni 2 Meðaltal Tilraun Áburðarlaust 260 260 260 10/8 nr. 136-63 Mykja 20 tn/ha 220 920 570 10/8 Tilbúinn áburður 400 130 220 10/8 Gamalt tún á Víkurbakka 160 Graslendi 300 Þýzkaland Akur 100 59

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.