Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 59

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 59
HELGI HALLGRÍMSSON: GRÓÐUR Á FONTI Á LANGANESI Yzti hluti Langaness, nefnist Fontur eða Langanesfontur. Mun nafnið vera dregið af því hvernig nestáin sést frá sjón- um, þegar komið er austan að, en þá mun hún ekki ólík risastórum stapa eða fonti, enda slúta björgin sennilega eitthvað, en fótstallur mikill er sýnilegur um fjörumál. Er þetta nafn eitt hið snilldarlegasta sem mér er um kunnugt, og eru þó mörg íslenzk örnefni góð. Fonturinn virðist vera leyfar af mikilli hraunsléttu, enda er hann sem næst sléttur að ofan, og berglögin liggja hérum- bil lárétt í hinum 50—60 m háu björgum, sem umlykja hann á alla vegu. Allur er hann að heita má þakinn jarðvegi, og er jarðvegurinn mjög þykkur nálægt norðurbrúninni, og víða um tveir metrar og á einum stað talsvert á fjórða meter, en uppblástursrof er við norðausturbrúnina. Jarðvegurinn er þarna allur rauðleitur, og mikið af smámöl og gjallkorn- um í honum. Virðist það fjúka upp úr björgunum, og á efa- laust mestan þátt í þykknun jarðvegsins þarna. Austar á nes- inu er miklu þynnri jarðvegur, varla nema 1—2 fet, og grisj- ar sumsstaðar í grjótið undir. Lega uppblástursrofsins sýn- ir hvaða vindátt er hér hatrömmust, en það er NA-áttin, en ekki er vottur að slíku rofi austan eða sunnan á Fontinum. Nálægt miðjum Fontinum, liggur dálítið barð, eftir hon- 63

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.