Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 62

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 62
eða eitthvað því líkt, en það er þó harla ólíkt þeirri tegund að mynda þéttan gróður, gæti því vel verið um eitthvað ann- að að ræða, t. d. Poa pratensis-afbrigði eða jafnvel aðrar sveif- grastegundir, sem enn eru ekki viðurkenndar hér á landi. Þá er þarna sennilega túnvingull (Festuca rubra) og jafnvel bldvingull (Festuca vivipara) eða sauðvingull (Festuca ovina). Þetta gróðurlendi myndar jaðar eða belti meðfram allri bjargbrúninni að austan og suðaustan, og var orðið fallega grænt, enda er það líklega meira eða minna sígrænt. Enginn efi er á því, að gróðurlendi þetta skapast af fugla- dritinu, sem því berst stöðugt frá fýl, ritu og máfuglum, sem þarna byggja bjargið. Það er því sem kallað er áburðarkœrt (coprophilous). Á blábrúninni eru víða smárof í graslendið, og þar þrífst skarfakálið (Cochlearia officinalis) og kattartungan (Plant- ago maritima) sem best. Annars er gróðurþekjan svo sterk, að hún virðist sumsstaðar ekki rifna þótt bergið eyðist und- an henni, og myndar því víða hengjur framá brúnina, sem eru varasamar skepnum og fólki. 3. MÓLENDI Með stinnastör (Carex bigeloivi) sem aðaltegund. Myndar hún samfellda breiðu, sem þó er lausari í sér en graslendið, enda er meira af blandtegundum í þessu gróðurlendi og allmikill mosi. Er þetta því langfjölbreyttasta gróðurlendið á Fontinum. Elelztu aukategundirnar eru geldingahnapp- ur, brjóstagras, skarfakál, lambagras, kattartunga, grávor- blóm og blóðberg. Á stöku stað er allmikið af krœkilyngi eða rjúpnalaufi (Dryas octopetala), og nær það jafnvel yfirhönd- inni á litlum blettum. Drepanocladus uncinatus er aðal- mosategundin, og vex hvarvetna á milli staranna eða lyngs- ins. Þar finnst og mosinn Bryum inclinatum. Mólendið hefur litla útbreiðslu á Fontinum, er nær eingöngu bundið við barðið áðurnefnda, og svæðið hið næsta fyrir austan það. Er hér bæði um að ræða dálítið 66

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.