Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 63

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 63
skjól og eins líklega ofurlítið snjóskýli á vetrum, en hins vegar ekki svell. 4. TJARNSTÆÐI 1 þeim er mosinn næstum einráður, og nær eingöngu Drep- anocladus uncinatus, en á blettum grisjar í leirjarðveginn undir mosaþekjunni, og er þar víða dálítið af skriðlíngresi. Blandtegundirnar finnast á stangli, hinar sömu og í hinum gróðurlendunum, en miklu strjálli. í einu slíku tjarnstæði, rétt vestan við vitann, fann ég stör, sem er annaðhvort heigulstör (Carex glareosa) eða rjúpustör (C. lachenali). 5. BLANDAÐ GRÓÐURLENDI Á mörkum áðurnefndra góðurlenda má finna allskonar sambland af þeim, og nær það reyndar víða yfir allstórt svæði, t. d. austantil á Fontinum. Þannig er t. d. víða ríkj- andi mosi (Drepanocladus) eins og í tjarnstæðunum, en með meira íblandi af háplöntum, eins og vinglum, sveif- grasi, grasvíði, kornsúru, lambagrasi, kattartungu, skarfa- kdli o. s. frv. 6. URÐIR, MELAR Þetta gróðurlendi finnst naumast yzt á Fonti, nema ef vera skyldi þar sem blásið hefur af norðausturhorninu, en þar er hreint enginn gróður sjáanlegur. Nokkru vestar á nesinu eru hins vegar víðlendar urðir, með allmörgum háplöntu- tegundum á stangli, en gamburmosinn (Rhacomitrium lan- uginosum) gefur þó gróðrinum mestan svip, og svo ýmsar skófategundir á steinunum. í einni slíkri urð skammt frá bjargkofarústum á norðurbrúninni, skrifaði ég upp þessar tegundir: þúfusteinsbrjótur (Saxifraga caespitosa), stinna- stör (Carex bigelowi), blávingull (Festuca vivipara), lamba- gras (Silene acaulis), geldingahnappur (Armeria vulgaris), 67

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.