Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 64

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 64
blóðberg (Thymns arcticus), móasef (Juncus trifidus), krœki- lyng (Empetrum sp.), grasvíðir (Salix herbacea), frœhyrnu- tegund (Cerastium sp.), kornsúra (Polygonum viviparum), brjóstagras (Thalictrum alpinum), axhœra (Luzula spicata). Þarna uxu a. m. k. tvær tegundir, sem ekki fundust yzt á Fontinum, nefnilega móasefið og axhœran og líklega einnig púfusteinbrjóturinn. Nokkru vestar sá ég skollafingur (Lycopodium selago) á milli steina, út um bílgluggann. Sjálfsagt hefði mátt finna ýmsar fleiri tegundir í þessu grjót- lendi, en þar var lítill tími til athugana. Hér fer á eftir heildarupptalning (flórulisti) tegundanna, sem fundust á utanverðum Fontinum: Eftirfarandi tegundir plantna fundust yzt á Fonti á Langanesi. (3.7. 1968). I. HÁPLÖNTUR: 1. Agrostis stolonifera. — Skriðlíngresi. 2. Armeria maritima. Geldingahnappur. 3. Carex bigelowi. Stinnastör. 4. Carex lachenali. Á I st. (gæti einnig verið C. glareosa). Rjúpustör. 5. Cerastium arcticum. Heimsskautafræhyrna. 6. Cochlearia officinalis. Skarfakál. 7. Deschampsia alpina. Fjallapuntur. 8. Draba incana. Grávorblóm. Á 1. stað. 9. Dryas octopetala. Rjúpnalauf. Á 1—2 stöðum. 10. Empetrum hermaphroditum. Krækilyng (Krummalyng) 11. Festuca rubra. Túnvingull. 12. Festuca vivipara. Blávingull. 13. Luzula spicata. Axhæra. 14. Poa alpina. Fjallasveifgras. 15. Plantago maritima. Kattartunga. 16. Polygonum viviparum. Kornsúra. 17. Sagina procumbens. Skammkrækill. Á 1. stað. 18. Salix herbacea. Grasvíðir eða smjörlauf. 19. Silene acaulis. Lambagras. 20. Thalictrum alpinum. Brjóstagras. 21. Thymus arcticus. Blóðberg. Á 1—2 stöðum. 68

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.