Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 65

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 65
II. MOSAR: (Nafngr. a£ B. J. og H. Hg.) 1. Bryum inclinatum (Br. stenotrichum C. Muell.) 2. Bryum sp. (ógreinanlegur). 5. Schistidium apocarpum. 3. Drepanocladus uncinatus. 6. Schistidium maritirnum. 4. Iihacomitrium canescens. 7. Ulota phyllantha. Þegar þessi listi er athugaður er það einkum tvennt, sem vekur athygli við fyrstu sýn, nefnilega tegundafæðin og há- fjallabragur flórunnar. Ef frá eru skildar þær fáu tegundir, sem eingöngu eru bundnar við sjávarstrendur (saltrok), þ. e. skarfakál, kattartunga (og heigulstör), geta nær allar há- plöntutegundirnar vaxið um eða ofan við 1000 metra hæð í innsveitum landsins, og eru flestar þeirra raunar algengar þar, og mynda þar oft samfelldan gróður ekki ósvipaðan þeim sem hér er að finna. Þannig er t. d. stinnastararmórinn eitt algengasta gróðurlendið í háfjöllum innsveitanna, frá um 700—1100 m. h., og einnig það samfellda gróðurlendi, sem hæst fer í þessum fjöllum. Þá er ennfremur áberandi vöntun lyngtegundanna (nema krœkilyngs, sem þó er heldur lítið af) svo og annarra viðar- kenndra plantna (víðitegunda, nema smjörlaufs, fjalldrapa o. fl.). Bláberjalyng kvað finnast í nokkru magni hjá Skoru- vík og fjalldrapi er þar einnig á fáeinum stöðum, en senni- lega er hvorug þessara plantna utar á nesinu. Um aldur gróðursins á Fonti verður lítið vitað. Ekkert einkenni hans bendir til hás aldurs, en þó er gróðurinn hér líklega eldri en víðast hvar annarsstaðar á landinu, þar sem jöklar hafa hopað héðan fyrr en af flestum öðrum stöðum. Hugsanlegt er jafnvel að hér hafi aldrei gengið yfir skrið- jökull, en jökulrispur bæði utan og innan við Skoruvík, benda þó til annars. í jarðveginum norðvestan á nesinu finn- ast bæði ljósu Hekluöskulögin (H;. og H4), og eru um jarðvegsþykktarinnar neðan þeirra. 69

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.