Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 69

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 69
hún sýni möguleika fyrir bóndann að afla sér þurftartekna til persónulegra þarfa auk þess að greiða vexti, afborganir af skuldum og fyrningu þeirra verðmæta, sem bundin eru í búinu. Þá er næstum því áhjákvæmilegt að hún gefi lof- orð um einhverja fjármagnsmyndun, sem gæfi von um möguleika til stækkunar og endurbóta þegar tímar líða. Næst þarf að ákveða hvaða bústærð þurfi til að upp- fylla framansögð skilyrði. Jafnframt því, sem bústærðin er ákveðin, þarf að gera sér ljóst, hvað raunhæft er að áætla framlegðartekjur af búeiningum miðað við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru. Bústækkun að því marki, að btiið skili þessum lágmarkstekjum þarf að gera sem mest í einum áfanga. Ef eigið fé og fáanlegt lánsfé hrekkur ekki til að koma upp þessari aðstöðu, er aðeins eitt úrræði, bóndinn á að hætta við búskapinn, þó gæti í sumum tilfellum verið aðstaða til að stunda vinnu samhliða búskapnum, meðan verið er að afla fjármagns til að byggja upp búrekstrar- aðstöðu. Þegar áætlanir eru gerðar fyrir bú t. d. þegar gerðar eru samhliða fjárfestingaráætlun og rekstraráætlun, er heppi- legt að láta rekstraráætlun ná fram að þeim tíma, sem fyrir- hugað er að arera næstu meiriháttar framkvæmd. Þó áætlun sé ekki gerð til lengri tíma þarf að hafa langtímasjónarmið í huga við gerð hennar. T. d. þarf að byggja hús þannig að auðvelt sé að stækka þau og breyta og allar framkvæmdir ætti að gera þannig, að sem auðveldast verði að aðlaga þær breyttum aðstæðum framtíðarinnar. Rétt getur verið, þótt það skapi tímabundin óþægindi, að haga framkvæmdum þannig, að heildaruppbygging verði sem ódýrust. T. d. um það er, þegar hlaða er byggð mun stærri en þörf er fyrir í augnablikinu og hluti hennar er notaður fyrir gripahús um stundarsakir. Reikna má með, að þegar frumbýlingar eða bændur, sem hafa haft alltof litla framleiðslu, hafa lagt í það mikla fjár- festingu að skapaður hefur verið grundvöllur fyrir rekstrar- hæft bú, að lánsfjármöguleikar hafi verið notaðir til hins ýtrasta. Lausaskuldir eru þá væntanlega orðnar svo háar að 73

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.