Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 73

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 73
ÞÓRARINN LÁRUSSON: FJÓRIR ÞÆTTIR ÚR FÓÐUR- FRÆÐINNI í þessum pistli mínum er ætlunin að koma á blað ýmsum þáttum varðandi fóðurfræðileg spursmál, sem ég hefi oft leitt hugann að. Þótt sjálfstæð grein um hvern þessara þátta liggi ekki fyrir að svo stöddu, tel ég þó fyllilega ástæðu til að koma þessum þenkingum mínum á blað. Búast má þó við að nokkuð skorti á heillegt yfirbragð ritsmíðarinnar af þessum sökum, en lesendur taka vonandi viljann fyrir verkið. HEYGÆÐI Hugtakið heygæði, eða fóðurgæði heys, er mjög á reiki. Yfir- leitt er talað um fóðurgildi í þessu tilliti, sem þó nær ekki yfir nema helminginn af því, sem hugtakið fóðurgæði á að spanna. Með heygæðum er almennt átt við hæfni heysins, til að uppfylla fóðurpörf skepna til pess að viðhalda eðlilegri lífsstarfsemi og skila afurðum. Hversu gott heyið er í þess- um skilningi, þ. e. heygæðunum, má skipta í tvennt, fóður- gildi og sjálfviljugt átmagn, nánar þannig: 1. Fóðurgildi heysins, sem einkum byggist á: a) Efnasamsetningu (hráprótein, tréni, fita, önnur N- laus sambönd (NFE), steinefni og vítamín). 77

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.