Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 75

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 75
Heykökuverksmiðjan i fullum gangi á Lundi 1972. 12 ár verði að meðaltali a. m. k. helmingur alls heyfengs bænda í formi heykaka eða köggla. Hvaða möguleika býður slíkt upp á? í fyrsta lagi er hægt að koma verulega meira magni af orku í skepnur í formi heyfóðurs en nú tíðkast. T. d. þyrfti ekkert kjarnfóður handa sauðfé orkulega séð og kýr gætu mjólkað allt að 20 kg af heyfóðri einu saman. Þetta eitt mundi hafa í för með sér verulega minni þörf fyrir innflutt kjarnfóður; talað hefur verið um helmings minnkun. Með þessu er þó ekki öl 1 sagan sögð, þar eð hlut- deild sérstakra próteinfóðurefna — dýrasta hluta kjarnfóð- ursins — gæti orðið sáralítil, jafnvel enginn í mörgum til- fellum. Þar að auki eigum við ýmis ódýr fóðurefni, sem hentugt væri að blanda í þessa framleiðslu við gerð hennar. Á ég þar einkum við þau ógrynni af dýrafitu, sem árlega fellur til á sláturhúsum og fiskvinnslustöðvum. Þyrfti að gera tilraunir með að nýta þetta orkuríka fóður samfara 79

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.