Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 84

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 84
JÖHANNES SIGVALDASON: HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA VIÐ BÚFJÁRÁBURÐINN? Búfjáráburður er ekki o£t á dagskrá í íslenzkum landbúnað- arritum. Er enda talinn hálfgerður vandræðagemlingur. Mörgum finnst mykjan og taðið eða hvað það nú heitir, sem frá skepnunum gengur, vera til óþurftar, leiði af sér óþrifnað og útheimti mikla vinnu. I þessum pistli er sagt ögn frá því hvernig þetta vandamál er úti í hinum stóra heimi og frá þeim ráðum, sem þar er reynt að beita til að leysa vandann. Uppistaðan í greininni er fengin úr danska blaðinu „Ugeskrift for agronomer og hortonomer“, en í 8. tölublaði 1973 er grein um þetta efni eftir danska ríkisráðu- nautinn O. Brahe-Pedersen. Fer hér næst lauslega þýddur útdráttur úr greininni: Víða í heiminum hefur nú á næstliðnum áratugum verið farið að reka stórbúskap á tiltölulega litlu landi. Er þá fóður allt aðkeypt, líkt og hráefni í verksmiðju. Einkum í USA og hinum sósíalistisku löndum hafa menn hrifizt af þess háttar risaáhöfnum, en í dag finnast hér og þar í heiminum bú- garðar þar sem áhafnir eru annað hvort hundruðir mjólkur- kúa, þúsundir af holdanautum eða svínum, eða milljónir af hænum. Einn af vanköntunum við þennan rekstur, er að losna við búfjáráburðinn. Fyrir 20—30 árum þegar mengun 88

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.