Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 86

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 86
að gagnskoða hvað hægt er að gera við þann áburð er til fellur hjá hænsnabændum þar í landi. I Danmörku er einnig unnið að athugunum á því hvernig megi nota hænsnaskít handa kúm, og í dag standa málin þannig, að sennilega er bezta verksmiðja í heimi til fram- leiðslu á fóðri úr búfjáráburði starfrækt í Danmörku. í Danmörku eins og í Hollandi, er þó löggjöf þannig varið, að hún leyfir ekki að settur sé hænsnaskítur í kúafóður- blöndur. Hins vegar eru nú í gangi tilraunir með þannig fóður handa holdanautpeningi. I austurevrópulöndum er einnig unnið að þessum málum NOTKUN KÚAMYKJU Þar sem reknir eru stórir búgarðar með nautpening, oft við lítið land eins og gengur og gerist í Ameríku, þá safnast að sjálfsögðu saman heil ósköp af mykju. Frá því var skýrt fyrir tveim árum í amerísku blaði, að farið væri að nota mykju til bygginga. Upphafsmaður að þessu var bóndi nokkur í Kaliforníu, sem rak stórbú með holdanaut. Hafði hann á búgarði sínum um tuttugu þúsund gripi, sem létu frá sér á dag um 80 tonn af mykju. Þessi bóndi hafði, sem fleiri vestur þar, land lítið og keypti mest sitt fóður að. Var nú svo komið, að enginn fékkst til að kaupa af honum bú- fjáráburðinn og kostnaður mikill við að fjarlægja hann. Var því orðinn við fjós hans haugur upp á þrjátíu þúsund tonn. Sá bóndi að hér stefndi í hreint óefni og fór á fund prófessors við háskólann í Los Angeles og saman reyndu þeir að ráða fram úr þeim vanda að losna við mykjuna. Árangurinn af þessu grúski varð sá, að uppfundið var nýtt byggingarefni úr mykju og möluðu úrgangsgleri. Mykjunni og glerinu var blandað saman og blandan hituð og fékkst þannig efni, sem upplagt hefur reynzt til bygginga. Efni þetta brennur ekki, það má saga og bora í það og hægt er að nota það bæði í þakklæðningu, vegghleðslu og vatnsrör. Þessi kaliforniski bóndi hefur nú byggt heljar mikla verk- 90

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.