Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 5
Otitjörn Fljótalax hf. við Reykjarhól í Fljótum.
reiknað með að vaxtarkjörhiti sé sá eldishiti sem æskilegast sé
að ná. Hins vegar er kjörhitinn ýmsum atriðum háður, sem
eiga sínar orsakir bæði í umhverfi fiskanna og erfðum. Þannig
er t.d. mismunur á milli laxastofna hvað kjörhita varðar, og
auk þess er samsetning fóðursins talin hafa áhrif á kjörhitann.
Margt fleira mætti tína til.
Lax er talinn geta lifað í hita á bilinu 0,5°C til 23°C. Þessar
tölur ber að taka með fyrirvara, og má fullyrða að eldishiti
undir 2°C og yfir 18°C sé afar óheppilegur. Lax er talinn hafa
einhvern tilvöxt niður í 7°C í fersku vatni og niður í 2°C í
söltu vatni. Kjörhiti er oftast talinn vera á bilinu 10-14°C.
Ýmislegt bendir þó til þess, að fyrir stærri fisk í sjóeldi náist
góður vöxtur á miklu stærra hitabili, eða allt frá 6°C.
Kjörhiti annarra laxfiska er ekki, fremur en laxins, að fullu
þekktur. Þó er ljóst, að regnbogasilungur hefur nokkru hærri
kjörhita en laxinn, en bleikja nokkru minni, og jafnvel tölu-
vert minni. Urriði er oft talinn hafa svipaðan kjörhita og
laxinn.
Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst að þau vandamál,
7