Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 23
AFKOMUMÖGULEIKAR
Því miður get ég ekki enn gert grein fyrir fjárhagsútkomu
liðinna ára. Kanínubúinu hefur ekki verið sinnt þannig að
hámarksafurðir hafi fengist. Ull hefur verið safnað og þannig
færst yfir áramót og töluvert hefur verið unnið úr ullinni
heima og annars staðar. Búið er að farga heima, gefa, selja og
nota samtals 10 dýr. Fengust 350 kr. fyrir kilóið en hvert dýr er
um 1,0-2,0 kg. Lifdýr hafa verið seld á kr. 3.000,00.
Sé tekið dæmi um kanínubú með 100 kanínum að við-
bættum þremur ungamæðrum sem eiga 54 unga á ári, þá má
reikna með að 27 ungum og 27 dýrum verði lógað á ári
(endingartími dýra er þá tæp 5 ár).
Reikna má með 72 kg af heyi á dýr yfir árið en það er um Vz
af ærfóðri. Kostnaður við uppeldi á 100 kanínum á ári er:
Hey 7.200 kg á 3,50 kr. kílóið........... = 25.200 kr.
20 g kjarnfóður á dýr/daglega
= 7,3 kg á 12,48 kr. = 91,10 á dýr... = 9.110 kr.
Heildarkostnaður......................... = 34.310 kr.
Tekjur miðað við 600 g af 1. flokks ull
af dýri á 102 vestur-þýsk mörk gengi
12,92 = 1.317 kr. á kíló, 60 kg ull... = 79.020 kr.
Tekjur miðað við 800 g 1. flokks ull
af dýri gera 80 kg....................... = 105.360 kr.
Ef við berum saman sauðfé og kanínur þá þarf ærin svipað
fóður og 3 kanínur eða 216 kg á 3,50 eða 756 kr. + kjarnfóður
273 = 1.029 kr. Tekjur eru 2 dilkar, 14 kg fall = 28 kg, 80%
útborgun, 104,58 kr./kg hjá KÞ Húsavík haustið 1984 eða
2.928,24 kr. en 3 kanínur miðað við:
600 g................................... = 2.370,06 kr.
800 g................................... = 3.160,80 kr.
Á þessum samanburði sést að 800 g af 1. flokks ull af dýri á
25