Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 46
Um sólarleysið í Baugaseli orti Jón Ólafsson frá Gili í
Öxnadal, en hann bjó á ýmsum bæjum i nágrenni Baugasels:
I Baugaseli er ljómalaust,
lifir i dimmu vengi.
Sést þar aldrei sól um haust,
svo er á vorin iengi.
í annari vísu sem Gunnar Hafdal í Sörlatungu mun hafa
ort er tekið heldur djúpt í árina með tímalengd forsælunnar,
en þar segir:
Hrákalt forsælu húm er verst,
í hamrakrika er bæinn lykur,
þar sem ekki til sólar sést,
samfleytt tuttugu og fjórar vikur.
Sum bæjarnöfn benda til sólarleysis og má nefna Forsælu-
dal í Vatnsdal sem enn er í byggð. Þá eru sum bæjarnöfn
skuggaleg, en það getur stundum tengst djúpum árgljúfrum
eða svörtum hömrum i nágrenninu. Má í þessu sambandi
nefna Myrká, Svartá og Skuggabjörg. Skuggabjörg í Dals-
mynni í S-Þingeyjarsýslu fóru í eyði 1939 en þar mun vera
sólarlaust í 77 daga og hefur fyrst sést tii sólar þar 29. janúar.
Sagnir eru um að þar hafi verið sólarlaust i 18 vikur, en
samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef mun þetta vera 11
vikur og 2 dagar.
Ég hef á síðasta ári reynt að afla mér upplýsinga um sólar-
leysi á byggðum bólum á Norðurlandi og miða ég þá við
íbúðarhúsin. Hef ég haft samband við allmarga bændur og
héraðsráðunauta og hafa allir tekið þessari upplýsingasöfnun
vel. Sumir vissu nákvæmlega hvenær sól hvarf og hvenær
fyrst sást til hennar frá heimkynnum sinum, eða jafnvel einnig
í næsta nágrenni. Aðrir virtust ekki hafa þetta á takteinum, en
mikil bjartvirði auðvelduðu mönnum að kanna þetta nú í
vetur. Ég tíunda ekki hér nöfn þeirra sem aðstoðuðu mig við
þessa gagnasöfnun en þakka þeim öllum fyrir. Þær dagsetn-
48