Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 87
Leiðbeiningar og rannsóknir.
Nokkur súgþurrkunarkerfi í Vestur-Húnavatnssýslu voru
skoðuð í fyrrahaust, en segja má að mælingar á virkni þeirra
hafi nú færst alfarið yfir á ráðunauta heima í hverju héraði.
Allvíðtæk könnun var gerð sl. haust varðandi reynslu
bænda af heykögglun og þeirri framleiðslu sem fóður í Eyja-
firði, Skagafirði og Suður-Þingeyjarsýslu með viðkomandi
ráðunautum, einkum þeim Guðmundi Steindórssyni og Ólafi
G. Vagnssyni. Voru niðurstöður þessar kynntar fyrst á
Bændaklúbbsfundi á Akureyri 21. nóvember 1983.
í mars voru farnar tvær leiðbeiningarferðir, önnur til að
ræða heysýnaniðurstöður í Vestur-Húnavatnssýslu en hin í
Austur-Húnavatnssýslu þar sem heimsótt voru um 10 kúabú
og rætt um fóðrun.
Lítið hefur borið á rannsóknastarfi hjá mér á sl. ári. Má
helst nefna tilraun til að fylgjast með ullaráti sauðfjár. Var
Hjörleifi bónda á Grænavatni sendir kóboltkögglar í smáat-
hugun á búi hans, þar sem ullarát virðist landlægt, en tími
hefur ekki gefist til að fylgja þessu eftir enn sem komið er.
Heimaöflunarstarfsemi.
Ég starfaði nokkuð með heimaöflunarnefnd þeirri er hafði
heimagarðrækt að aðalverkefni. Mætti ég á þrem fundum
með henni, en á þeim síðasta í byrjun maí mætti Óli Valur
Hansson frá Bl ásamt áhugafólki í fjórðungnum til að ræða og
hrinda í framkvæmd gróðurhúsasmíði í hverju búnaðarsam-
bandi. Mun um eða yfir 30 húsum hafa verið komið upp víðs
vegar í fjórðungnum í vor og sumar.
Að beiðni Gísla Pálssonar á Hofi í Vatnsdal vann ég að
búnaðarþingsmáli um heimaöflun í landbúnaði, þar sem
mjög var byggt á starfi félagsins í þessum efnum. Mál þetta
var flutt á Búnaðarþingi af þeim Gísla, Gunnari Oddssyni í
Flatatungu og Sveini Jónssyni í Kálfskinni, en undirritaður
flutti gestaerindi um málið á þinginu í vetur. Hlaut málið
góðar undirtektir á þinginu, og líkur benda til að málið komi
fyrir Alþingi í vetur, en of snemmt er að hafa um þá þróun
fleiri orð að sinni.
89