Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Síða 59
arhringurinn hafi verið í Höfðakirkju, fram um miðja 19. öld.
Séra Jónas lýsir einnig altarisklœðinu, sem Þórdís sækona átti
að hafa saumað, veturinn sem hún var í Höfða, og þykir
sýnilega mikið til þess koma: „Verkið sjálft vottar merkilega,
fágæta kunnáttu í þeirri grein.“
Býðst hann til að senda fornleifanefndinni altarisklæðið,
gegn því að kirkjan fái annað boðlegt í staðinn, og haustið
1819 hefur það verið sent. Var það síðan í Þjóðminjasafni
Dana, þar til það var afhent Þjóðminjasafni Islands, árið
, 1930, en þar er það nú geymt (nr. 10886). Birt er mynd af því
í bókinni. Á því er krossfestingarmynd, með tveimur syrgj-
endum, sitt hvoru megin. Er krossinn lítt sýnilegur, en nagl-
inn sem gengur í gegnum fætur Krists er óvenju stór, og getur
minnt á öngulodd. Gæti það, ásamt nautsmyndunum í
Altarisklæði frá Höfða í Höfðahverfi sem séra Jónas Jónsson í Höfða segir sögur af og
lýsir í fomleifaskýrslu sinni. Þjms. 10886. (Ljósmynd: Nationalmuseum, Kebenhavn).
61