Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Qupperneq 102
telur eðlilegt að þetta verkefni verði tekið fyrir sem aðalverkefni nýrrar
heimaöflunarnefndar, sem stjórn félagsins tilnefnir. Sem afmarkað
verkefni, er æskilegt væri að vinna að, er útvegun á álagsmælum.“
Samþykkt samhljóða.
Tillaga 2.
„Aðalfundur RN 1984 leggur áherslu á, að við endurskoðun á jarð-
ræktar- og framleiðsluráðslögum, og öðrum þeim lögum er snerta
landbúnaðinn, verði fullt tillit tekið til þess að nýta heimafengið fóður
og aðra heimaöflun rekstrarvara til bús og heimilis, sem allra best.“
Er framsögumaður las tillögu þessa upp í fyrstu, var hún nokkru
viðameiri.
Um hana urðu allmiklar umræður og tóku þessir til máls: Helgi
Jónasson, Gunnar Oddsson, Bjarni Guðleifsson, Björil Magriússon,
Oddur Gunnarsson, Stefán Skaftason tvisvar, Ævarr Hjartarson,
Sveinn Jónsson, Jóhannes Sigvaldason og Þórarinn Lárusson. Að þessu
loknu tók nefndin tillöguna til endurskoðunarog lagði hana síðan fram
eins og hún hefur verið bókuð hér að framan.
Samþykkt samhljóða.
Næst var tekið fyrir álit allsherjarnefndar. Framsögumaður Grímur
B. Jónsson.
Tillaga 1.
„Aðalfundur RN 1984 felur stjórn Ræktunarfélagsins að hlutast til
um endurskoðun á lögum félagsins fyrir næsta aðalfund. Fundurinn
leggur til, að við þá endurskoðun verði skipun fulltrúa á aðalfundi
breytt þannig, að formenn búnaðarsambandanna verði sjálfkjörnir
sem fulltrúar á aðalfund félagsins með fullum réttindum þeirra fulltrúa
sem nú eiga þar sæti.“
Til máls um tillöguna tóku: Jóhannes Sigvaldason, Ævarr Hjartar-
son, Árni Bjarnason og Eggert Ólafsson.
Síðan samþykkt samhljóða.
Þá flutti Jóhannes Torfason tillögu frá félagsmálanefnd.
Tillaga 1.
„Aðalfundur RN 1984 telur, að koma verði á meiri tengslum á milli
hinna ýmsu stofnana landbúnaðarins en verið hefur til þessa. Lítur
fundurinn svo á, að breytt viðhorf í landbúnaði kalli á mjög samræmda
stefnu á sem flestum sviðum varðandi málefni landbúnaðarins, svo sem
framleiðslumál, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, leiðbeiningaþjón-
ustu, fjárfestingar- og lánamál o.fl. Fundurinn beinir því til aðalfundar
Stéttarsambands bænda að taka þetta mál til athugunar og hefja
umræðu um það.“
Samþykkt samhljóða.
Að lokum var tekið fyrir álit fjárhagsnefndar og hafði Oddur Gunn-
arsson framsögu. Lagði hann fram svohljóðandi fjárhagsáætlun fyrir
Ræktunarfélag Norðurlands árið 1985:
104