Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Síða 69
stöðvarnar heyra undir þriggja manna stjórn. Sé forsvars-
mönnum RALA borið á brýn að þeir hafi staðið að eflingu
starfseminnar á höfuðstöðvunum en látið tilraunastöðvarnar
afskiptar fjárhagslega, þvo þeir hendur sínar og segja að þetta
sé fjárveitingarvaldinu að kenna, það hafi að vísu viljað efla
landbúnaðarrannsóknir, en ekki á tilraunastöðvunum. Þessu
trúum við varlega því fjárveitingar til RALA eru ekki nema
að hluta eyrnamerktar Keldnaholti. Ef stjórn RALA hefði
verið mikið í mun að efla starfsemina úti á landi, þá hefði hún
getað beint hluta af heildarfjárveitingunni á stöðvarnar, t.d.
með því að ráða einhverja af starfsmönnum sínum þar. Hið
sama gildir auðvitað um hina ýmsu styrki sem hér hafa verið
nefndir. Segja má að málið snúist um ákveðið fjármagn sem er
til ráðstöfunar í landbúnaðarrannsóknir. Við teljum að þetta
fjármagn nýtist best í nánd við þá sem landbúnað stunda, auk
þess sem byggðaleg rök mæla með því að beina slíku fjár-
magni út á land í stað þess að styrkja höfuðborgarsvæðið.
Nú ber að taka það strax fram, áður en lengra er haldið, að
hér er einungis verið að deila á kerfi en ekki starfsmenn þess-
ara stofnana, sem fullyrða má að eru sumir hverjir á heims-
mælikvarða faglega séð og skiljanlegt að þeir haldi sig frá
stöðvunum, eins og að þeim er búið, þótt ekki sé þar með sagt
að Keldnaholt myndi tæmast af mannskap ef hagur til-
raunastöðvanna vænkaðist að mun. Af eigin raun vitum við
að flestir íslenskir landbúnaðarvísindamenn eru starfsamir og
eftir þá liggja margar athyglisverðar niðurstöður, en gallinn
er bara sá að þessi starfsemi þarfnast til muna meiri tiltrúar
bænda. Tiltrúin fæst ekki án skilnings ráðamanna á því von-
litla fyrirkomulagi sem nú er við lýði og lagfæringum á því.
Þar þurfa m.a. að skapast lipur tengsl við leiðbeiningaþjón-
ustuna — en það er best að fara ekki frekar út í þá sálma að
sinni.
í umræðu um eflingu tilraunastöðvanna hefur komið fram
sú skoðun meðal starfsmanna á Keldnaholti, að ef meira færi
að gerast á tilraunastöðvunum hefðu þeir lítið að gera, yrðu
úti í kuldanum. Telja má víst að þessu verði algjörlega öfugt
71