Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 73
endurheimt landgæða, afréttum var skipt upp og hlutar
þeirra hvíldir til skiptis. Ströng löggjöf um búfjárfjölda í
högum og beitarhætti var sett 1934 (14) og hafa nú beitilönd
í Bandaríkjunum yfirleitt verið í framfor síðustu áratugina.
Afurðir búfjár voru ekki meginatriði í þessum beitarkerfum
en gert var ráð fyrir því að þær mundu aukast sjálfkrafa
eftir því sem beitilandið batnaði.
Rannsóknir á beitarkerfum hófust mun seinna í öðrum
löndum, en þá var jafnframt lögð mikil áhersla á auknar
afurðir (32). Hér á landi hefur rannsóknum á beitarkerfum
fyrir sauðfé sáralítið verið sinnt. Er það miður því víða um
land er sumarbeitin líklega einn helsti þröskuldurinn í vegi
fyrir auknum afurðum eftir hverja á. Beitartilraunir, sem
gerðar hafa verið, hafa yfirleitt miðast við hefðbundna til-
högun beitar, þ.e. nýtingu afrétta eða heimalanda með sam-
felldri beit sumarlangt. Við slíka beitarhætti er ekkert tillit
tekið til þeirra miklu breytinga sem verða yfir sumarið á
þroskaferli gróðurs, magni og gæðum, fóðurþörfum fjárins
og áhrifum beitarþunga. Miklar og gagnmerkar niðurstöður
hafa samt fengist í þessum tilraunum og hafa þær komið
að góðum notum á ýmsum sviðum.
Tvær meginleiðir virðast koma til greina til að auka afurð-
ir. í fyrsta lagi betrumbætur á núverandi beitarháttum, en
það gæti einkum átt við afréttina, og í öðru lagi skiptibeit
á uppskerumeira landi í heimahögum. f fyrra dæminu eru
algengustu vandamálin þau að beit sé hafin of snemma á
vorin, áður en spretta er orðin næg til að gróðurinn þoli
álagið. Einnig þarf að gæta þess að beitarþungi sé hæfilegur,
bæði á afréttum og í heimalöndum. A þessu virðist því miður
oft vera misbrestur. Stafar það líklega af ónógum skilningi
á hinu nána samhengi beitarþunga og afurða. Síðsumars þarf
svo að fylgjast gjörla með þroskaferli og magni gróðurs og
það þeim mun betur sem beitarþunginn er meiri. Skipta þarf
um beitiland áður en fóðurgildið verður of lágt. Sumir bænd-
ur ætla hluta af túnunum undir beit seinni hluta sumars
og haga vorbeit, áburðargjöf og slætti í samræmi við það.
Miklar breytingar eru að verða á beitarháttum í ýmsum
75