Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Side 3

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Side 3
5 b. Eftirstöðvar af skuldum Valtýs Brandssouar og Ásm. Björnssonar greiðist úr varasjóði K. F*. Sfðan voru reikningarnir samþykktir í einu hljóði. 7. Lagður fram reikningur Minningarsjóðs Jakobs Hálfdanarsonar 1918 og samþykktur athugasemdalaust. 8. Urðu langar og ítarlegar umræður um sparisjóð K. F*., skipulag hans og starfsemi, alt í sambandi við tillögur nefndar þeirrar, sem síðasti aðalfundur K. F1. kaus til að endurskoða lög sjóðsins. Að umræðunum loknum, var tillaga nefndarinnar, um afnám sparisjóðs- ins og stofnun innlánsdeildar, borin upp til atkvæða og feld með 28 atkvæðum greiddum, gegn 9. F’ví næst var borin upp tillaga frá Sigurjóni Frið- jónssyni, svo hljóðandi: >Aðalfundur K. F>. samþykkir fyrir sitt leyti, að samsteypa verði gerð á sparisjóði fé- lagsins og sparisjóði Húsavíkur, á þeim grundvelli, sem eigendur þess sjóðs hafa samþykkt á aðalfundi sínum í Marz 1917, þó með því skilyrði, að sýslufélag Suður- F*ingeying» verði þátttakandi í fyrirtækinu að ’/e og K. F>. að 2I(>. Felur fundurinn félagsstjórninni, að gera samn- inga um þetta mál við rétta hlutaðeigendur og ef sam- komulag verður, að koma málinu í framkvæmd. Hinn sameinaði sjóður heiti Sparisjóður F>ingeyinga. Náist ekki samkomulag, felur fundurinn félagsstjórninni, að þoka bókfærsiu sparisjóðs K. F>. í það horf, að hann fáist viðurkendur af stjórnarráðinu, sem löglegur spari- sjóður.« F>essi tillaga var feld með 20 atkv. gegn 18. Loks var «borin upp tillaga frá F>órólfi Sigurðssyni, þannig hljóðandi: »Fundurinn felur félagsstjórninni að þoka skipulagi og bókfærslu sparisjóðs K. Þ. í það horf, að hann fá- ist viðurkendur af stjórnarráðinu, sem löglegur spari- sjóður og heimilar henni, að semja um sameiningu hans við sparisjóð Húsavíkur, ef aðgengileg kjör fást.«

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.