Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Qupperneq 4

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Qupperneq 4
6 Þessi tillaga var samþykkt með 31 atkvæði gegn 1. 9. Formaður K. F1., sem einnig er formaður S. í. S., flutti all-ítarlega skýrslu um starfsemi S. í. S. á árinu 1918, og hag þess og fyrirætlanir. Gat hann þess, að á þessu ári hefði starfsemi útflutningsnefndar og Lands- verslunar mjög mikið dregið úr framkvæmdum og starfi S. í. S. Pó hefði það haldið uppi viðskiftaskrifstofum sínum í Kaupmannahöfn og í New York undir forstöðu þeirra Odds Jónassonar og Guðmundar Vilhjálmssonar, með allgóðum árangri. Lýsti hann að lokum að nokkru aðstöðu S. í. S. í Reykjavík og framtíðarhorfum og fyrirætlunum þess þar. 10. Framkvæmdarstjóri skýrði frá, að frá Flateyar- deild hefði komið til félagsstjórnar málaleitun um lán til þess, að koma upp samlagsfiskihúsi í Flatey, og hefði félagsstjórn tekið því máli vel, ef fulltrúafundur væri því samþykkur. Ut af þessu var í einu hljóði samþykkt þessi ályktun: »Fundurinn ályktar að K. Þ. styrki Flateyardeild til þess, að byggja fiskihús og saltskúr hancfa fiskisamlagi Flateyinga, með því, að lána þeim byggingarefni fyrir alt að 3000 kr. gegn þeim tryggingum, sem félagsstjórn tekur gildar.* 11. Teknar til umræðu tillögur félagsstjórnar til breyt- inga á reglugerð um stofnsjóð félagsmanna í K. P., og samþykktar þannig: a. Við 2. gr. Greinin orðist svo: »Nú gengur mað- ur í félagið, og er. honum skylt hið fyrsta ár að greiða auka-inntökugjald frá 5—10 kr. eftir mati deildarstjóra. Sé hann fyrverandi félagsmaður, eða eigi jafn mikla eign í sjóðnum, eða hafi öðlast fyrir erfð, eða afsal annars manns, er inn,lausnar- rétt á á sjóðeign sinni, er hann undanþeginn aukaframlaginu. b, Við 7. gr. Priðji liður greinarinnar falli allur í burtu. Niðurlag greinarinnar orðist þannig: »Nú

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.