Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Page 8
10
22. Kosnir fjórir fulltrúar til þess að mæta fyrir K.
Þ. á aðalfundi S. í. S. þ. á. og hlutu kosningu:
1. Þórólfur Sigurðsson í Baldursheimi, 29 atkv.
2. Sigurður Sigfússon í Húsavík, 26 atkv.
3. Benedikt Jónsson skrifari í Húsavík, 22 atkv.
4. Steingrímur Jónsson sýslum. í Húsavík, 17 atkv.
En til vara voru kosnir:
1. Sigurður Jónsson ráðherra frá Ystafelli.
2. Sigurjón Friðjónsson á Litlulaugum.
23. Akveðið að á þessu ári skuli ársvextir í K. t*.
greiðast þannig:
a. Af skuldum, vetrarvörum og á verðreikningi 6%.
b. Af stofnsjóðseignum félagsmanna 6°/o.
c. Af deilda og sparisjóðsinnstæðum 4'/2%.
d. Af peningum eftir síðari ákvæðum félagsstjórnar.
24. Um pantanir deildanna þ. á. voru samþykktar
þessar ákvarðanir: Sumarpantanir deildgnna séu komn-
ar til félagsstjórnar eigi síðar en 15. Maí næstk. —
Haust og vetrarpantanir ásamt ársáætlunum deildanna
séu komnar til félagsstjórnarinnar fyrir 15. Júní næstk.
Aætlun vöruverðs í sumarpöntun fer eftir verðlags-
skrá K. P. næstl. ár. Um aðrar áætlanir gerir félags-
stjðrn ákvarðanir í tækan tíma.
25. Samþykkt að veita »Hotel Húsavík* 100 kr. styrk
á þessu ári, með sömu skilyrðum og að undanförnu.
26. Frá Keldunessdeiid kom fram málaleitun um upp-
bót á hratméli því, sem K. F*. fékk á næstl. ári, að
því leyti sem deildin fékk meira af því en rétta tiitölu
við aðrar déildir K. F5. Út af því var samþykkt: »Fund-
urinn felur stjórn K. F*. að athuga og úrskurða um kröfu
Keldunessdeildar um uppbót á rúgméli.*
27. Kom fram og var samþykkt í einu hljóði svo
feld fundarályktun:
»Fulltrúaráðið ákveður að veita Steingrími Hallgríms-
syni afgreiðslumanni K. F5. 500 krónur sem viðurkenn-