Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Side 14
16
launum fastra starfsmanna Söludeildar. Þó skal sú upphæð
ekki útborguð, ef skuldir hafa myndast á árinu, sem nemi
jafnmikln, eða meiru, heldur standa sem trygging, þar til -
þær greiðast.
c. Hinn hluti ágóðans skiftist félagsmönnum til eignar, í réttu
hlutfalli við vöruúttekt hvers eins í Söludeild, samkvæmt
skýrslu framkvæmdarstjóra, þó svo, að til frádráttar komi:
1° Þær vörur, sem sérstakur afsláttur er gefinn á í reikn-
ingunum.
2° Þær vörur, sem eru verðlagðar svo, að þær engan á-
góða geta gefið. (Sérpantanir o. þ. h.)
3° Skuldir þær, sem félagsmenn eru í við Söludeild við
árslok, nema greiðsla sé fulltryggð með stuttum fresti.
Af ágóða þeim, sem skiftist félagsmönnum, leggst helming-
urinn við eignir þeirra í stofnsjóði Söludeildar, en hinn helm-
ingurinn borgast þeim út á næsta reikningsári.
' 13. gr.
Vextir af innstæðum félagsmanna í stofnsjóði Söludeildar,
skJfu ætíð vera hinir sömu, sem af innstæðum þeirra í stofn-
sjóði kaupfélags manna í K. Þ. og fást þeir útgreiddir í lok
hvers reikningsárs, ef þess er óskað, með mánaðar fyrirvara,
ella leggjast þeir við höfuðstólinn.
14. gr.
Þegar stofnsjóður Söludeildar hefír náð þeirri upphæð, sem
nægileg þykir til stafjsfjár handa henni, skal gera nýar ákvar.ð-
anir um stofnféð og meðferð alla á árságóða Söludeildar, en
þangað til eru stofnsjóðseignirnar óuppsegjanlegar.
15. gr. ( t
Varasjóður Söludeildar stendur sem trygging fyrir tjóni því,
er hana kann að henda, og þar næ^ innstæður félagsmanna
í stofnsjóðnum.
\