Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Síða 36

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Síða 36
38 Athugasemdir. Skýrsla þessi sýnir tölu og tegundir sláturfjárins i K. Þ, haustið 1917, afurðir þess (í 3. dálki) og verðið sem kaup- félagsmenn fengu fyrir hverja tegund afurðanna, en það var samtals kr. 239189,66, eins og skýrslan sýnir. I aftari verðdálkunum er sýnt verðlag kaupmanna hér í Húsavík á sama tíma, eða það verð, sem kaupfélagsmenn hefðu fengið fyrir þessar sömu sláturfjárafurðir, ef þeir hefðu selt kaupmönnum þær allar, en það hefði orðið, eins og skýrsian sýnir, kr. 181793,01. Mismunurinn á verðinu í K. Þ. og hjá kaupmönnum er svo dreginn út í aftasta dálki, og er kr. 57396,65, en það er sama sem laklega 32% af verði allra afurðanna samtals, með verði kaupmanna. Við þetta er þó það að athuga, að vegna þess, að sölu- reikninga vantaði, og söluverðið var ekki inn komið til K. Þ., gátu félagsmenn ekki fengið verð sláturfjárins í reikninga sína fyrri en eftir reikningslokin, eða á árinu 1918. (sbr. árs- rit K. Þ. í fyrra) og voru þá auðvitað fallnir vextir á verðið, sem voru Iátnir koma fram í verðlaginu, en ekki reiknings- færðir sérstaklega. En þótt þessir vextir séu dregnir frá verð- inu í K. Þ., þá eru samt eftir nær því 50 þús. kr. og þeirri upphæð hefðu kaupfélagsmenn stungið í vasa kaupmanna, ef þeir hefðu selt þeim alt sláturfé sitt, og sjálfsagt miklu meiru, ef ekkert kaupfélag hefði verið til, né opinbert eftirlit með versluninni. Hversu þessi mismunur er mikill í raun og veru, verður ljósara þegar þess er gætt, að hann ér nál. 4 kr. á hverja kind, sem slátrað var í K. Þ. En hverja efnahagsþýðingu hann hefur í heildinni, sést best af því, að hann er nál. 12 kr. á hvert mannsbarn í Suður-Þingeyarsýslu, því sláturfé K. Þ. var nálægt þrefalt fleira en fólkið alt í sýslunni.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.