Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Qupperneq 37

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Qupperneq 37
Ullarmatið og K. P. K. Þ. hefir frá upphafi haft það ákvæði á stefnuskrá * að auka og bæta framleiðslu íslenskra vara og afla þeii og gengis á erlendum markaði. Ullin var ein af fyrstu aðalvörunum, sem félagið sendi á eigin ábyrgð á erlendan markað og var því eðlilegt að á henni væri byrjað vöruvöndunarstarf K. Þ. Þykir vel við eiga, að rifja nú upp þessa starfsemi; líta yfir, hvað unnið var og unnist hefir, á þeim tímamótum, sem nú eru, bæði í K. Þ. og annarstaðar. Tilraunir K. Þ. í þessu efni munu vera hinar fyrstu tilraun- ir hér á landi, sem nokkra þýðingu hafi haft, til þess að bæta verkun og flokkun ullarinnar og laga hana eftir kröfum er- lendra kaupenda, í samræmi við notkun hennar þar. Norðlensk ull hafði lengi verið í betra áliti og hærra verði erlendis en önnur íslensk ull og mun það upphaflega vera að þakka betra ullar-fjárkyni og þurrari veðráttu hér norðan- lands. En hér voru líka nokkrir einstakir bændur, sem lagt höfðu stund á, að verka ull sína vel og yfir höfuð að vanda sem best alla sína framleiðslu, og hafa þeir eflaust haft áhrif á aðra út í frá. Má þar sérstaklega nefna sem framúrskarandi, bræðurna Jón á Þvérá og Hálfdan á Gríinsstöðum, feður þeirra Jakobs Hálfdanarsonar og Benedikts frá Auðnum, sem síðan létu ullarverkunina í K. Þ. all-mikið til sín taka. — Sést það nú best eftir á, hvílíkt lán það var fyrir K. Þ,, að svo

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.