Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Síða 38

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Síða 38
40 samviskusamur maður sem Jakob sál. var og með jafn mikla þekkingu á verkun og gæðum ullar, sem hann hafði að heim- an, varð fyrsti móttökumaður og matsmaður ullarinnar í K- Þ. Þegar farið var fyrir alvöru að ræða um ullarverkunina og flokkun hennar, á fundum K. Þ. á fyrstu árum þess, þá urðu, sem nærri má geta, ekki allir sammála um þau nýmæli, sem þar voru fram borin af forgöngumönnum vörúvöndunarinnar, og sýndust litlar Iíkur til, að kröfur þeirra um bætta verkun og flokkun ullarinnar fengju fylgi almennings. En um eitt gátu menn þó að Iokum orðið sammála, og það • 'r um nauðsynina á því, að afla sér meiri og betri þekk- 'i;tá þeim kröfum, sem sjálfar verksmiðjurnar, sem unnu úr íslensku ullinni, gerðu til verkunar og flokkunar á . Allir urðu að viðurkenna, að þetta hlaut mestu að um úrslit þessa máls og þá stefnu, sem taka bæri í því. En það vissu menn, að ullin var þá að mestu leyti unnin í dúka í Englandi og sérstaklega í iðnaðarbænum Bradford. Þegar félagsmenn voru orðnir sannfærðir um þetta, varð það að ráði, að senda mann til Englands, til þess að kynna sér notkun ullarinnar og kröfur ullarnotendanna þar, um verkun og flokkun hennar. Ekki treystist K. Þ., sem þá var nýstofnað og fátækt, að kosta eitt þá ferð (c. 1000 kr.) og var því einn úr stjórn K. Þ. — séra Benedikt sál. Kristjánsson í Múla, sýslunefndarmaður Reykdæla — fenginn til að flytja þetta mál í sýslunefndinni og leita styrks hjá henni; heppnaðist honum að útvega til fararinnar góðan styrk hjá sýslunefndinni hér í sýslu og hjá amtsráðinu. Að þessu fengnu réði svo stjórn K. Þ. Kristján heitinn Jón- asson frá Narfastöðum til fararinnar og bjó hann út með sýnishorn af öllum tegundum ullar, bæði þvegin og óþvegin. Haustið 1885 lagði svo Kristján á stað í þessa ferð, en í Febrúar 1886 Iauk hann við að semja skýrslu sína um ferð- ina. Er það mjög merkileg ritgerð, sem birt var í 12. árgangi Andvara, 1886, og ber hún Ijósan vott um framúrskarandi ná- kvæmni, vandvirkni og athygli Kristjáns sál. En merkilegast

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.