Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Page 40

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Page 40
42 launin í því fólgin, að ull þeirra manna, seni náðu vissu verk- unar og gæða stigi, var verðreiknuð nokkrum aurum hærra pundið en hin ullin, með öðrum orðum gerður ofurlítill verð- munur, sem ullin sjálf bar. í byrjuninni var úthlutun verðlaunanna hagað og þau á- kveðin þannig, að við móttöku ullarinnartókjakob frá sýnis- horn af ull þeirra manna, er hann taldi hana besta hjá og geymdi í pokum, merktum raðtölum, en ekki nafni eigand- ans, þar til ullar mótunni var lokið. Á vorfundi K. Þ. 1890 voru samþykktar reglur um verðlaunin og birtar í »Ofeigi« í Maí það ár. Var þá og kosin þriggja manna nefnd, til þess að meta verðlaunin eftir sýnishornum Jakobs, án þess nefnd- in vissi, hverjir eigendurnir væru.* f*essu fyrirkomulagi var þó ekki haldið nema tvö ár, en það varð undirstaða undir því gæða og verðlags mati, sem haldið hefir verið í K- t*. til þessa dags, og er engin efi á, að með þessu hafa verið knúðar fram þær stórkostlegu fram- farir, sem orðnar eru hér í héraðinu á verkun og allri með- ferð ullarinnar yfir höfuð, þótt enn skorti nokkuð á, að full- komið sé, eða jafnt hjá öllum, en það er markið, sem keppa verður að. Þegar Sigúrgeir Einarsson, nál. 20 árum seinna en þetta var, með sínum einkennilega áhuga og dugnaði, tók ullar- verkunarmálið að sér, með þeim stórhug að fá framkomið gagngerðum umbótum á verkun og flokkun ullarinnar um land alt, og ferðaðist í því skyni víðsvegar um lönd, til þess að kynna sér notkun ullar og meðferð hennar alla, þá kunni hann — eftir allar rannsóknir sínar — ekki betra ráð að kenna löndum sínum, en að taka upp nær því óbreyttar verkunar- og flokkunarreglur K. Þ. og vísaði mönnum á rit- gerð Kristjáns heitins Jónassonar, og reglur þær, sem hann hafði útvegað, og nú eru þessar sömu verkunar- og flokkun- arreglur fyrirskipaðar um land alt við hið lögskipaða ullarmat. * I þessa nefnd voru kosnar húsfrúrnar Bergljót á Þverá og Ebnborg í Múla, og Benedikt á Auðnum.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.