Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Síða 7
1
9
b. af stofnsjóðseignum 6%.
c. aðrar vaxtagreiðslur skal félagsstjórnin ákveða með
hliðsjón af bankavöxtum.
13. Akveðið að hundraðsgjald til félagssjóðs skuli þetta
ár vera 8°/o eins og að undanförnu.
14. Akveðið að afhendingu pantaðra vetrarvara skuli
vera lokið fyrir 1. Apríl næstk.
15. Samþykt að útgáfu »Ófeigs« verði haldið áfram
framvegis, með sama ritstjóra.
16. Kom fram og var samþykt f einu hljóði þessi
fundarályktun:
• Fundurinn skorar á félagsstjórnina að láta það ekki eiga
sér stað, að hærra gjald sé greitt fyrir stimplun kéts en
lög ákvéða, eða 5 au. fyrir hvern skrokk. Sömuleiðis
skorar fundurinn á félagsstjórnina, að gera enn á ný til
raun til þess að fá því til vegar komið, að ólæknislærðir
menu fái leyfi til þess, að skoða og stimpla útflutnings-
két, því fremur sem reynslan hefir sýnt, að héraðslæknar
geta ekki, vegna embættisskyldna sinna, rækt þetta starf
svo, að það nái tilgangi sínum.«
17. Útaf umræðum um ráð og leiðir til þess að koma
jafnvægi á verslunarviðskifti vor við aðrar þjóðir, kom
fram og var samþykt þessi fundaryfirlýsing:
»Með því fundurinn álítur, að skipulagsbund'n verslunar-
rekstur þurfi til þess; að nauðsynlegur verslunarjöfnuður
fáist á viðskiltum vorum við aðrar þjóðir, þá telur hann
óhjákvæmilegt, að löggjafarvaldið banni með öllu innflutn-
ing allra þeirra útlendra vara, sem þjóðin getur án verið.
Sömuleiðis telur fundurinn nauðsynlegt, til þess að
verslunarjöfnuðurinn náist, að sala á öllum afurðum lands-