Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Side 9
11
mgar» girðingar o. s. frv. Sjálfsagt er, að forðast með
öllu kaup á nokkurskonar glysvarningi,
d. að sjálfsagt sé að kappkosta að draga úr starfskostnaði
K. F*. svo sem tiltækilegt þykir, bæði að mannahaldi
og launakjörum. ,
Til þess að fá þessu framgengt alment, skorar fundur-
inn á deildastjórana að gangast fyrir því, hver í sinni
deild, að menn komi sér samau um ákveðnar reglur fyrir
róttækum sparnaði, og treystir fundurinn því, að allir sam-
vinnumenn þessa héraðs leggist á eitt um þessi mál, og
að hinir efnaðri menn ekki skerist úr leik, en fylgi hinum
fátækari, og styðji þá á allan hátt.
19. Tekinn til umræðu verslunarrekstur Söludeildar K.
P., og leiddu þær umræður til þess, að samþyktar voru
þessar fundarályktanir:
a. Fundurinn ætiast til, að félagsmenn noti sem best þann
rétt, sem þeir eftir reglum K. F*. hafa til þess, að panta
smærri varning. A hinn bóginn ætlast fundurinn til, að
annar smávarningur, sem nauðsynlegur má teljast, og
hafður er til sölu í Söludeild, sé aðallega seldur félags-
mönnum, og látinn ganga sem jafnast yfir.
b. Fundurinn ætlast til vorfundar K. F1. þ. á. sé ekki var-
ið meiru en ca. 15 þús. krónum til þess, að dómi
framkvæmdarstjóra og gæslustjóra, að kaupa nauðsyn-
legasta búðarvarning handa Söludeildinni, auk timburs.
c. Með því augljóst er, að færa verður niður verð á eldri
varningi í Söludeild á þessu ári, þá óskar fundurinn
að niðurfærslan sé fast ákveðin af framkvæmdarstjóra
og gæsiustjórum, og auglýstur félagsmönnum. Verð-
niðurfærslan sé endurskoðuð fyrir hverja aðalkauptíð,