Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Side 11
13
Ostasamlags Þingeyinga, á sama grundvelli sem Fiskisam-
lagsins í Húsavík.
26. Kom fram frá Kínnardeild ósk um, að verðleggja
lambakét frá næstl. hausti þannig, »að þeir kroppar, sem
náðu 10 kg. þunga og þar yfir, hafi sama verðlag.« Sam-
þykti fundurinn óskina með atkvæðagreiðslu.
27. Samþykt að K. Þ. veiti Sýslubókasafninu 200 kr.
ársstyrk framvegis eins og að undanförnu.
28. Fundurinn ákveður að K. Þ. veiti Baldvin Jónatans-
syni 100 kr. bætur fyrir vinnutap vegna áfalls, sem hann
varð fyrir í vinnu hjá félaginu á síðastliðnu sumri.
29. Kosnir þrír fulltrúar til þess að mæta á næsta aðal-
fundi S. í. S. og hlutu kostningu:
1. Sigurður S. Bjarklind (27 atkv.)
2. J. Gauti Pétursson á Gautlöndum (17 atkv.).
3. Þórólfur Sigurðsson í Baldursheimi (11 atkv.).
Til varamanna voru kosnir:
1. Sigurður Jónsson á Arnarvatni (10 atkv.).
2. Baldvin Baldvinsson á Ófeigsstöðum (9 atkv.).
3. Björn Sigtryggsson á Brún (8 atkv.),
30. Samþykt: »Fundurinn ætlast til, að smávörur þær,
sem heimilar eru í pöntun, megi vera jöfnum höndum í
sumar-, haust- og vetrarpöntunum deildanna eftir óskum
félagsmanna.
Fundarbókin lesiti og samþykt.
Fundi slitið.
Sigurður fónsson.
Benedikt Jónsson.
Karl Kristjánsson.