Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Blaðsíða 16
18
a! því, að á árinu var flutt út talsvert af fyrra árs fram-
leiðslu sem lá hér óseld fram yfir áramótin, en því miður
ekki vegna þess, að framleiðslan yxi á árinu.
þetta. sýnir, að með mikið minkandi aðflutningi þyrfti
að hækka hundraðsgjaldið af aðfluttu vörunum, eða að
sjá kostnaðarsjóðnum fyrir auknum tekjum á annan hátt,
til þess að hann fái staðist nauðsynleg og óhjákvæmileg
útgjöld.
Aftur á móti sýnir lækkun útgjaldanna, að reynt hefir
verið að spara kostnaðarliðina þar sem það var unt
eða sjálfrátt, en það hrekkur skamt vegna hins mikla
tekjumissis.
Pað er nú svo, sem auðvitað er, að menn líta mjög
misjöfnum augum á, hvað hægt sé og réttmætt eða hag-
felt að spara, af þeim útgjöldum eða reksturskostnaði,
sem að meiru eða minna leyti eru á valdi félagsmanna
og félagsstjórnar, en það eru einkum allskonar verkalaun.
Mörgum mönnum þykir það sjálfsagt, að lág verkalaun
séu ætíð og undir öllum kringumstæðum hreinn sparnað-
ur. En hitt er þó víst, og í rauninni auðskilið, ef betur
er að gáð, að þetta er ekki ábyggileg grundvallarregla,
því auðvelt er að sanna, að sama verk hefir verið unnið
ódýrara í heildinni með dýrum starfskröftum, þ. e. fyrir
hátt kaup, en með ódýrum starfskröftum eða lágum laun-
um, og þess utan betur unnið. Þetta er eðlilegt, því bestu
og fullkomnustu starfskraftarnir fást aldrei fyrir lægsta
kaup, nema hrein og bein neyð valdi; en það mælist
aldrei vel fyrir, að nota sér neyð annara eða aðstöðubrest,
á þeim grundvelli, að betra sé að vinna fyrir lítil laun
en vera atvinnulaus. — í þessu efni er oft úr afar vöndu
að ráða, og þarf bæði víðsýni, verklega þekkingu og
stranga réttlætiskend, til þess að ná svo góðum árangri
sem verða má, og halda þó því áliti og vinsældum, sem
4 hverjum mann: og stofnun er nauðsyalegt í öllum sam-
skiftum við aðra menn.
Allir vita, hvílík deiluefni verkalaun yfirleitt eru, og hve