Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Blaðsíða 26
28
hún mikilla hagsmuna og gamalla sérréttinda að gæta,
sem eru í hættu á þessum umbrota og ólgu tímum.
Reynsla síðustu ára hefir betur en nokkurt hagfræðikerfi,
sem tildrað hefir verið upp, fært þjóðunum heim sanninn
um það, hversu ófullkomið og vanmáttugt, þegar mest á
reynir, það viðskiftaskipulag er, sem þjóðirnar hafa búið
við og treyst á. Menn ræða því og reyna nýjar leiðir, nýtt
skipulag í viðskifta og verslunarmálum, bæði einstaklinga
og þjóða á milli Mönnum er að verða fullljóst, að þjóð-
irnar verða aldrei reistar úr þeim fjárhagsrústum, sem þær
nú liggja í eftir styrjöldina, á hinum gamla fjármálaskipu-
lags grundvelli, heldur verði að leggja nýjan grundvöll,
finna nýjar leiðir út úr fjárhagsógöngunum, sem hið gamla
skipulag hefir keyrt þær í, og einmitt er aðalorsök styrj-
aldarinnar með öllum hennar hryllilegu afleiðingum. Og
alt starf nútímans stefnir að hinu sama í viðskifta- og fjár-
málunum sem í hinum pólitisku stjórnmálum, stefnir að
því, að eyða og afnema allskonar fámennis einræði, en
efla sjálfstjórn og sjálfsábyrgð almennings, þ. e. að »demo-
kratisera« viðskiftamálin eins og hin pólitisku stjórnmál.*)
Mest ber á tveimur all-óskildum stefnum, sem uppi eru:
1) stefnu sósíalista, sem vilja fá viðskiftamálin í hendur
stjórnarvaldanna (tiationalisera þau sem kallað er), og gera
framleiðslutækin og margt fleira að sameign ríkisborgar-
anna, og 2) stefnu samvinnumanna (Cooperatista), sem
vilja að almenningur taki viðskifta- og verslunarmálin í
sínar hendur í frjálsum félagsskap o'g samvinnu, með skýrt
afmarkaðri séreign einstaklinganna, og engri sameigp ann-
ari en þeirri, sem sameiginlegur starfsrekstur krefst.
Báðum þessum stefnum er kaupmannastéttin jafn andvíg,
*) Sjá um þetta efni meðal annars þessar bækur: Walter
Rathenau: »In days to come«; á sænsku: »Kommende tider og
kommende ting«, — Rudolph Steiner: »Fremtidssamfundet«. —
H. Q. Wells: »Fremtidsstaten«. — Russell: »Várldens áber-
uppbyggande*. Norman Angell: »The great IIIusion« og »The
fruits of Victory<. — Aug. Schvan; »Den rétfærdige Revolution«,