Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Qupperneq 27

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Qupperneq 27
29 sem'l eðlilegt er, því báðar miða þær jafnt til þess, að svifta þá stétt þeirri sérstöðu, sem hún lengi hefir haft, og venja og viðtekt'r hafa helgað sem réttmæta, þótt sú sérstaða fái kaupmannastéttinni í hendur fjármálavöld, sem geta orðið og hafa reynst þjóðhættuleg, ef óhlutvandir menn fara með þau völd, og slikt verður ekki fyrirbygt. Pað er því ekki að undra, þótt kaupmönnum sé órótt, er þeir sjá sigurför samvinnustefnunnar um heim allan, og að þeir reyni að verja sitt gamla vígi, Og vörn þeirra er aðallega fólgin í því tvennu: að innræta almenningi helgi og ágæti hins gamla og viðtekna skipulags og að ógna mönnum með hættunni af hinu nýja og lítt þekta eða lítt reynda. — Petta eru þau vopn, sem allir afturhaldsmenn um allan heim og á öllum öldum hafa beitt gegn öllum nýungum, umbótum og framförum, og þau vopn bíta helst til vel á vanþroska, lítilsigldar og þekkingarlitlar sálir, en það er aðalorsökin til þess, hversu torvelt og seinunnið verk það er, að koma fram sönnum umbótum í hverju sem er. — Pað má því búast við, að kaupmenn muni enn lengi geta viðhaldið tortrygni og vantrú gegn sam- vinnustelnunni meðal þeirra manna, sem skortir þekkingu og skilning bæði á hinu gamla skipulagi með afleiðingum þess og hinu nýja skipulagi og tilgangi þess. — Pað er sönn og víðtæk þekking og réttur skilningur á táknum tímans, sem er lyftistöng ailra sannra umbóta og framfara.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.