Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 39

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 39
41 sem alt hefir runnið úr sjóðnum til félagsmanna á árinu. Af öllu innstæðufé sjóðsins standa þá í veltufé K. P. kr. 80746,46. Það var með yfirlögðu ráði og ráðnum huga félags- stjórnar, eins og áður er sagt, að lánveitingar úr sjóðnum til félagsmanna hafa þannig verið auknar á árinu, til þess að létta þeim baráttuna við alveg óvanalega óhagstæða verslun og fjárreiður, og hefir það aldregi sýnt sig betur en nú, hve mikilsvert það er fyrir félagsmenn, að hafa þennan fjárstofn til umráða og meðferðar innan félags. Annars hefir talsvert verið deilt um fyrirkomulag og eðli svona lagaðrar sjóðstofnunar í kaupfélagi. Sumir hafa haldið því fram, að svona lagaður sparisjóður, með svo þröngum og afmörkuðum verkahring, til stuðnings ákveðnu málefni, gæti ekki heyrt undir hin almennu landslög um sparisjóði, og að rekstur hans væri jafnvel brot á þeim lögum. I ýmsum öðrum kaupfélögum eru reknar samskonar eða mjög svipaðar sjóðstofnanir, sein kallaðar eru innlánsdeildir. Uppruni þeirra er hinn sami sem sparisjóðs K. P., sá, að afla félögunum veltufjár af sparifé félagsmanna sjálfra, og meðferð fjárins er nær því öll hin sama, að öðru en því, að lítið er lánað út til einstakra manna úr þessum innlánsdeildum. Virðist því svo, sem nafnið eitt hafi litla þýðingu, og engin ástæða virðist vera til þess, að draga meðferð þessa sparifjár innlánsdeildanna undan hinu opin- bera eítirliti, sem lögin fyrirskipa. Á hinn bóginn hefir ekki annars orðið vart, en að hið opinbera eftirlit með sparisjóðunum í landinu hafi tekið gilt skipulag og reikningsskil sparisjóðs K. Þ., enda væri annað nokkuð kynlegl, þar sem á bak við stendur full- komin ábyrgð alls kaupfélagsins (7—800 tnanna) með sjóð- eignir, sem nema miklu meira fé en innstæðunum í spari- sjóðnum, og miklum fasteignum og öðrum eignum að auki, og þess utan sæmilegur viðlagasjóður, sem vex ör- ara en innstæðuféð af því reksturskostnaðurinn er svo lítill.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.